3 frábær ráð fyrir hvítari tennur!

Á netinu er til alveg heill hellingur af ráðum um hvernig eigi að hjálpa til við að halda tönnunum hvítum. Ég hef prófað ýmislegt og mig langar að segja ykkur frá 3 hlutum sem að mér finnst hjálpa til við að halda mínum tönnum hvít(ari)um! Þessi þrjú ráð eru líka algjörlega skaðlaus fyrir tennurnar ólíkt mörgum öðrum, og eru öll líka mjög ódýr og einföld, algjörlega þess virði að prófa!

IMG_0592 

Ef að þið eruð að nota vefsíðuna Pinterest, hafið þið alveg eflaust oft rekist á þetta ráð! En það er að nota innanvert bananahýði og nudda (eiginlega skrúbba) tennurnar með því. Sagan segir að steinefnin í bananahýðinu (t.d. magnesíum og potassíum) eigi að gera tennurnar hvítari. Það eru samt mjög skiptar skoðanir á þessari aðferð og ekki til neinar rannsóknir til að staðfesta virknina í bananahýði til að hvítta tennurnar. Ég veit ekki hvort að ég sé algjör kjáni EN mér finnst ég alveg sjá hellings mun á tönnunum mínum þegar ég er búin að nudda þær með bananahýði á hverjum degi í sirka 1 viku. Ég nota semsagt innanverðan hlutann af bananahýðinu til að skrúbba tennurnar í sirka 2mín og leyfi svo banananum aðeins að liggja á tönnunum mínum (10-15mín sirka) og skola svo með volgu vatni. Endilega prófið sjálf, hverju hefur maður svosem að tapa? Bara bananahýði sem færi annars í ruslið, ég segi að það sé alveg þess virði að prófa!

 

IMG_0595

 

Næsta ráð er ekkert endilega í uppáhaldi hjá mér en það er að nota kókosolíu til að hreinsa tennurnar og fá þær hvítari. Kókosolía er algjört undraefni enda bæði sótthreinsandi og græðandi. Hún hjálpar til við að losna við bakteríur sem gera tennurnar gulari og líka við að halda tanngómnum heilbrigðum. Þó mér finnist áferðin ógeðsleg þá geri ég þetta alltaf allavega einu sinni í viku, og finnst það hjálpa helling! Notið sirka teskeið af kókosolíu og setjið hana í munninn og látið eins og þið séuð með munnskol, dreifið henni vel um munninn og reynið að fá hana á milli allra tannanna. Þegar þið eruð búin að velta munninum vel uppúr olíunni má spýta henni útúr sér og hreinsa með volgu vatni. 

 

IMG_0600

Seinasta ráðið er eitthvað sem ALLIR ættu að gera ALLTAF. En það er að skola tennurnar alltaf uppúr volgu/heitu vatni þegar þið eruð búin að bursta, en ekki köldu eins og flest okkar. Þegar við skolum með köldu vatni erum við ekki að ná að leysa upp allskonar olíur sem geta setið eftir á tönnunum okkar þegar við erum búin að bursta, en á endanum safnast þær upp og gera tennurnar dekkri á litinn. Með því að nota heitt eða allavega vel volgt vatn náum við að brjóta niður olíurnar og hreinsa tennurnar almennilega!

 

xxx

3 Comments on “3 frábær ráð fyrir hvítari tennur!”

  1. Pingback: Ég elska: Crest Whitestrips fyrir hvítar tennur | gyðadröfn

  2. Pingback: Heilsa: Hvað er oil-pulling? | gyðadröfn

  3. Pingback: Ég elska: Crest Whitestrips fyrir hvítar tennur | Gyða Dröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: