Myndablogg: Instagram uppá síðkastið
Seinustu dagar hafa verið frekar pakkaðir hjá mér og lítill tími gefist til að sinna blogginu, sem mér finnst alltaf leiðinlegt, en það mun breytast á næstu vikum! Ég er að flytja til Reykjavíkur frá Akureyri og byrja skólalífið aftur eftir tveggja ára hlé, svo það eru spennandi tímar framundan! En mig langar að sýna ykkur nokkrar myndir sem ég hef sett á Instagram nýlega!
Ohh þetta var svo ljúfur sumardagur..þessi mynd er eiginlega bara svona hin fullkomna sumarmynd fyrir mér! Afslöppun á pallinum í hádeginu með risa skál af ávöxtum og berjum. Í skálinni er ferskur ananas, epli, jarðarber og bláber og svo bjó ég til kókos-lime sósu til að hella yfir.
Naglalakkasafnið mitt fer ört stækkandi og ég vildi stundum að ég væri með nokkrar hendur til að geta verið með þau öll í einu.
Ég skellti mér í Sirkus Íslands á Akureyri um daginn og mæli með að allir kíki á hann, frábær skemmtun!
Seinasti vinnudagurinn minn var í seinustu viku og í tilefni hans bakaði ég eina risa köku og fór með í vinnuna (leiðbeiningar HÉR)
Ég fann uppskrift af þessu æðislega quinoa salati á netinu um daginn (uppskrift HÉR), og er búin að borða það 6x síðan þá, svo gott er það!
Um verslunarmannahelgina á Akureyri er viðburðurinn “Mömmur og muffins” haldinn árlega til styrktar góðu málefni. Við vinkonurnar skelltum okkur í dásamlegu veðri og nældum okkur í ljúffengar muffins.
Á sunnudeginum um verslunarmannahelgina skellti ég mér svo á Þjóðhátíð í eyjum í þriðja skiptið, alltaf er það jafn gaman! Ég smellti mér í appelsínugulu pollabuxurnar og þessa dásamlega krúttlegu gúmmískó sem ég rakst á í Lyfju áður en ég fór.
Ég dýrka græna djúsa og þetta er uppáhalds uppskriftin mín (HÉR), mæli með að þið prófið því hann er alveg ótrúlega góður þó hann sé grænn!
Í gær skelltum við mæðgurnar ásamt vinkonu minni okkur á ísdaginn í Hveragerði. Það gekk samt ekkert alltof vel að finna ísinn í fyrstu svo þetta kort kom að góðum notum! Ég smakkaði hinn viðfræga “Búbís”, ísinn úr brjóstamjólk, ásamt mörgum öðrum. Við vorum allar sammála um að “Royaltís” með Royal karamellubúðing hefði verið bestur, en mér fannst hvítlauks-chili ísinn sá allra versti! Ótrúlega skemmtilegur dagur og ég fer klárlega aftur á næsta ári!
Reykjavík tók aldeilis vel á móti mér með sól og ótrúlega fallegu veðri um helgina!
xxx