Uppskrift: Súkkulaði-jarðaberja-kitkat kaka

Þetta gæti nú varla talið uppskrift..en ég er búin að fá svo margar fyrirspurnir um þessa köku að ég verð að segja ykkur frá hvernig hún er gerð! Í tilefni þess að seinasti vinnudagurinn minn var á miðvikudaginn, bjó ég til þessa dásamlegu köku og fór með í vinnuna. Hún kláraðist upp til agna og ég verð sennilega að játa á mig að hafa borðað stærsta hlutann af henni..

IMG_0506

 

Ég hef séð ótal kökur með kitkat utan um á myndum á netinu, en flestar eru þær með smarties eða öðru nammi ofan á. Mig langaði hinsvegar að nota jarðaber svo hún væri ekki alltof þung, þar sem kakan sjálf og kremið eru algjör sykurbomba. Ég vildi óska að ég gæti sagt að ég hafi gert hana sjálf frá grunni, en þar sem ég hafði lítinn tíma hjálpaði góðvinkona mín Betty Crocker aðeins með þessa. 

IMG_0522

Ég nefnilega rakst á þetta girnilega krem í Hagkaup um daginn, og bara varð að kaupa það. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum því það er allt sem ég óskaði mér. Mér finnst það alls ekki ósvipaða hvíta kreminu frá Betty, nema með jarðaberjakeim. Svo er það líka dásamlega krúttlega bleikt á litinn! Ég notaði svo tilbúið mix frá Betty minni í kökuna sjálfa, sem heitir “Devils food cake mix”. Á milli botnanna notaði ég súkkulaðikremið hennar Betty og mér fannst það alveg akkúrat fullkomið með jarðaberjakreminu. Ég keypti 4stk af 3pack kitkat, og það varð eitt kitkat stykki eftir, svo það fóru 11 utan um kökuna. Það fer samt eftir því hvað þið bakið botnana í stóru formi svo ég mæli með að kaupa 4stk af 3pack til öryggis. Mitt form var 24cm í þvermál. 

IMG_0469

Í kökuna þarf:

2 brúna botna (ég notaði Devils food frá Betty, 1 pakka)

1 dolla súkkulaðikrem frá Betty

1 dolla jarðaberjakrem frá Betty

11stk af 4ja fingra Kitkat 

1 stór askja jarðarber

Falleg slaufa eða borði

Fylgið leiðbeiningum á pakkanum og bakið botnana í tvem kringlóttum formum, eða notið hvaða súkkulaðiköku uppskrift sem þið viljið. Kælið botnana alveg. Setjið annan botninn á kökufat og dreifið svona 3/4 af súkkulaðikreminu yfir. Skellið hinum botninum ofan á og þar á eftir 3/4 af jarðaberjakreminu. Notið afganginn af jarðaberjakreminu til að setja á hliðarnar, þarf ekki að vera fallegt þar sem kitkatið kemur yfir. Brjótið næst hvert kitkat stykki í tvennt, og raðið meðfram hliðunum. Bindið slaufuna utan um og hafið hana frekar þétta svo hún haldi við kitkatið. Skerið niður jarðaber og dreifið yfir rétt áður en þið berið kökuna fram.

 

xxx

 

2 Comments on “Uppskrift: Súkkulaði-jarðaberja-kitkat kaka”

  1. Pingback: Myndablogg: Instagram uppá síðkastið | gyðadröfn

  2. Pingback: Myndablogg: Instagram uppá síðkastið | Gyða Dröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: