Uppskrift: Uppáhalds græni djúsinn minn

Ég elska græna djúsa, þeir eru nefnilega svarið við svo mörgu! Alltaf þegar einhver segir við mig til dæmis: “ohh ég er svo þreytt”, eða “æi ég er með hálsbólgu”, svara ég alltaf: “ertu búin að fá þér grænan djús?”. Mjög pirrandi týpa, en ég bara trúi svo mikið á að það sem við borðum geti hjálpað okkur meira en við vitum, og þar koma grænu djúsarnir sterkir inn!
Þessi græni er minn allra uppáhalds og ef þið eruð ekki aðdáendur grænu djúsanna skora ég á ykkur að prófa þennann. Hann kemur nefnilega á óvart og það er alls ekkert svona “grænt” bragð af honum. Ég elska að nota Nutribullet græjuna hennar mömmu til að töfra fram einn grænann á nokkrum mínútum en það er hægt að nota hvaða blandara sem er.
Innihaldsefnin eru nokkur, en mér finnst nauðsynlegt að hafa peruna og mangóið sem gera hann sætann á bragðið, og avocadoið gerir hann svona þykkan og “creamy”, namm! Ég notaði frosið mangó í þetta skiptið, en finnst alveg ofsalega gott að nota ferskt ef ég á það til. Ég nota bara vatn sem vökvann í minn drykk en það er mjög gott að nota einhvern blandaðann ávaxtasafa ef þið viljið.
Í hann fer:
30gr spínat
1/4 stórt avocado eða 1/2 lítið
1/2-1 pera (eftir stærð)
100gr mangó
1-2cm engifer (eftir smekk)
Safi og börkur úr hálfri sítrónu
Smá hunang (ég notaði sirka 1tsk)
1/2 bolli vökvi (ég notaði vatn)
Allt sett í blandara og blandað. Bætið við vökva eftir þörf ef drykkurinn er of þykkur.
Ef að ég væri veikindabaktería væri ég sko skíthrædd við þennan! Engifer og sítróna eru algjörir bjargvættir þegar kemur að því að vinna á móti bakteríum og hreinsa líkamann. Hunang er svo eins og ég hef áður sagt ykkur bólgueyðandi og sótthreinsandi svo þessi drykkur er til dæmis frábær við hálsbólgu!
Njótið vel!
xxx
Hvar fékkstu þessa fallegu glerflösku? 🙂
LikeLike
Ég fékk hana í Ikea en hún er reyndar seld þar sem blómavasi, og er í skreytingardeildinni 😉
LikeLike
Snilld takk 🙂
LikeLike
Pingback: Myndablogg: Instagram uppá síðkastið | gyðadröfn