Burstar baðaðir skref fyrir skref!

Að eiga góða bursta er algjör nauðsyn! Góðir burstar eru undirstaðan að fallegri förðun eins og flestir make up artistar vita. Ég hafði aldrei átt almennilegt burstasett svo þegar Real Techniques burstarnir komu til Íslands ákvað ég að nú væri kominn tími til að henda gömlu þreyttu burstunum og endurnýja alveg. Ég hef ekki ennþá fundið þörf fyrir að nota aðra bursta en þá, en mig er samt farið að langa í fleiri augnskuggabursta en eru í boði hjá þeim.

IMG_0383

Það er ótrúlega mikilvægt að hugsa vel um burstana sína svo þeir endist vel og haldi gæðunum.  Ég hreinsa mína sirka á 6 vikna fresti eða bara þegar mér finnst þeir þurfa á hreinsun að halda. Þeir eru auðvitað mismikið notaðir en mér finnst gott að taka þá alla í einu annars lagið.

IMG_0398

Það sem hefur reynst mér best til að hreinsa burstana er barnasjampóið frá Johnson&Johnson. Það er milt og fer vel með hárin sem mér finnst skipta miklu máli. Ég kaupi yfirleitt nokkrar flöskur í einu og á alltaf til í skúffunni hjá mér.

IMG_0395

Ég byrja á að leggja burstana í bleyti í vatni (ekki heitu) og barnasjampói. Mér þykir góð regla að hafa andlitsbursta í einni skál og augnskuggabursta (eða aðra bursta sem gætu hafa verið notaðir í glimmer) í minni skál eða bolla. Ég vill nefnilega alls ekki fá glimmer-örður í andlitsburstana mína. Ef að burstarnir eru mjög óhreinir finnst mér gott að skola þá aðeins fyrst aðeins með vatni eða leggja rétt í aðra skál áður en ég legg þá í baðið. Þar læt ég þá svo liggja í smá stund og slaka á, en passið að láta þá ekki liggja of lengi því þá getur vatnið leyst upp límið sem heldur hárunum.

IMG_0401

Eftir slökun í barnasjampós-baðinu fara burstarnir í skolun. Ég nota alltaf kalt vatn þegar ég skola úr þeim þar sem heitt vatn getur leyst upp límið sem heldur hárunum.

IMG_0402

Ég skola einn í einu undir köldu vatninu og passa að snúa þeim niður svo að bunan fari í sömu átt og burstahárin. Mér finnst best að nudda þeim létt í lófann til að ná öllu úr. Ég skola þangað til hvítu endarnir á hárunum eru alveg hvítir, en það getur tekið smá stund að ná öllu úr. Ef að þeir eru mjög óhreinir finnst mér gott að setja smá barnasjampó í lófann og nudda þeim upp úr því og skola svo aftur.

IMG_0408

Þegar ég er búin að skola burstana legg ég þá á handklæði með gott pláss fyrir hvern svo þeir nái að þorna almennilega. Þar leyfi ég þeim svo alltaf að liggja yfir nótt og þorna vel áður en ég nota þá. Stundum ef ég er búin að nota augnskuggaburstana mína í mjög dökkan augnskugga finnst mér nauðsynlegt að nota sérstaklega ætlaðan burstahreinsi til að ná þeim almennilega úr. Mér finnst burstahreinsirinn frá Cinema Secrets langbestur, en mér finnst reyndar ekkert spes lykt af honum. Hann fæst reyndar ekki á Íslandi en það eru þónokkur merki hérna með burstahreinsa í línunni sinni, t.d. Mac. Burstahreinsar eru líka mjög góðir til að sótthreinsa á milli þess sem þeir eru djúphreinsaðir eins og ég sýndi ykkur hér.

xxx

2 Comments on “Burstar baðaðir skref fyrir skref!”

  1. Pingback: Góð ráð: Til að þurrka bursta eftir þvott! | gyðadröfn

  2. I do not see many comments here, it means you have not many visitors. I know how to make your site go viral. If you want to know just search in google for:
    Kelashy’s method to go viral

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: