Uppskrift: Fullkomna föstudagskvöldið mitt

Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg ótrúlega gott stundum að vera heima með sjálfri mér og eiga dekur-stund, eins og þið hafið kannski tekið eftir. Í dag er búið að vera algjört haust veður á Akureyri, sem er fullkomið að nýta í að kúra heima og gera eitthvað fyrir sjálfan sig! Ég ákvað í morgun að í kvöld ætlaði ég að eiga mitt fullkomna föstudagskvöld og undirbúa mig andlega fyrir næstu viku, en þá ætla ég að taka ansi stórt skref og flytja í fyrsta skiptið frá litlu Akureyrinni minni til Reykjavíkur. 

IMG_0047

Ég byrjaði á að búa mér til dásamlega ljúffengt quinoa salat með engifersósu, en ég rakst á uppskriftina af því á netinu um daginn inná ljomandi.is (uppskrift HÉR). Ég bjó það til í fyrsta skipti í seinustu viku og er búið að langa aftur í það síðan. Ég gerði sirka hálfa uppskrift eins og hún er á síðunni og það er akkúrat fínt fyrir mig í tvær máltíðir. Það segir reyndar á síðunni að salatið sé fyrir sirka 6 manns, svo ég borða greinilega á við 1,5 manneskju, enda er mjög erfitt að hætta þegar maður byrjar á þessu salati!

 

IMG_0280

Fyrir mér er þetta hið fullkomna salat og dressingin er eitthvað sem ég get ekki ýmindað mér að ég fái nokkurntíman nóg af! Ég nota reyndar ekki kjúkling í mitt salat því mér finnst það ekki þurfa þess, þó að flestir myndu sennilega vilja hafa hann með, en ég set meira avocado í staðinn (því ég elska avocado). Ég bætti líka við kokteiltómötum því ég átti þá til í ískápnum og útkoman er algjörlega dásamleg!

 

IMG_0299

Í eftirmat er sennilega fátt betra en lakkrísinn frá Johan Bulow! Ég dýrka þennan lakkrís og það fær enginn sem ég þekki að fara í gegnum fríhöfnina án þess að kippa með sér einni svona dollu. Lakkrísinn er danskur og alveg ofboðslega góður en mér finnst tegundirnar með súkkulaði utan á bestar (kemur á óvart). A er með belgísku mjólkursúkkulaði og velt uppúr pipardufti en B er með hvítu belgísku súkkulaði og velt uppúr dufti með ástaraldin bragði, báðir algjörlega dásamlegir!

 

IMG_0329

Þegar ég var að skera niður avocado í salatið mundi ég að það er alltof langt síðan ég hef búið til avocado andlitsmaskann minn! Uppskriftin er HÉR. Hann er fullkominn dekur maski sem gefur alveg ótrúlega fallegan ljóma og nærir húðina ofsalega vel. Mig langaði líka að næra hárið mitt extra vel, og í þetta skiptið ákvað ég að nota hreina kókosolíu. Ég ber hana í hárið og set plastpoka yfir, svo nota ég hárblásara til að hita hárið svo að olían nái að smjúga ennþá betur inn. Passið bara að hafa blásturinn ekki of heitan því þá getur plastpokinn bráðnað. Ég hitaði hárið í sirka 5 mínútur og setti svo á mig avocado maskann.

 

IMG_0309

Á meðan ég slappaði af í sófanum í hálftíma og hlustaði á góðan playlista á Spotify, gæddi ég mér á lakkrísnum mínum og setti líka lífrænar súkkulaðihúðaðar möndlur í skál. Þetta eru sömu möndlur og ég skrifaði um HÉR, nema þetta eru þær með flórsykrinum utan á. 

 

IMG_0354

Þegar ég var búin að leyfa avocado maskanum og kókosolíunni að bíða skellti ég mér í langa sturtu, en ég bjó til sirka þrefalda uppskrift af kanil varaskrúbbnum mínum áður (uppskrift HÉR) til að nota á líkamann. Það má nefnilega alveg eins nota hann á líkamann eins og varirnar og mér finnst lyktin af honum svo góð og mér líður eins og ég sé að baða mig uppúr köku! Ykkur finnst það kannski ekki hljóma jafn vel og mér en ég mæli samt algjörlega með því að prófa. Vonandi njótið svo föstudagskvöldsins og helgarinnar jafn vel og ég elsku lesendur!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: