Uppskrift: Bláber með hafrarjóma

Eins og ég hef sagt ykkur frá áður fæ ég reglulega æði fyrir einhverju og get ekki hætt að borða það. Ég er nánast eins og ólétt kona sem fær óstjórnanlega löngun í fáránlega hluti því stundum bara get ég einfaldlega ekki hætt að borða einhvern ákveðinn hlut! Bláber eru búin að eiga hug minn og hjarta seinustu vikur og ég er vægast sagt með æði fyrir þeim þessa stundina. Þau eru ótrúlega holl og full af andoxunarefnum og vítamínum svo það er alltílagi að missa sig aðeins í bláberjunum!

IMG_0255

Núna er akkúrat að ganga í garð sá tími sem berin fara að spretta og fólk fer að fara í berjamó. Því miður er “að fara í berjamó” eitt það leiðinlegasta sem ég get hugsað mér, veit ekki hvað það er. Ég er nefnilega alveg týpan í að sitja í berjamó og dunda mér við að tína, en ég get eiginlega bara ekki hugsað mér það. Þannig ég verð að viðurkenna fyrir ykkur að bláberin mín eru frá útlöndum og keypt úti í búð, en ef einhver býður sig fram í að tína fyrir mig íslensk bláber yrði ég mjög glöð. Í millitíðinni sætti ég mig við þessi keyptu. 

IMG_0263

Síðan ég man eftir mér hefur það verið regla að þegar það byrja að koma bláber fara allir í berjamó og borða svo bláber með rjóma og sykri. Um daginn rakst ég á hafrarjóma í Hagkaup og hugsaði með mér að það væri tilvalið að prófa að hella honum út á bláber. Útkoman er dásamleg og ég sver að mér finnst hún betri en upprunalega útgáfan. Ég held samt að það séu nokkrar ömmur sem eru ekki sammála mér en það er algjörlega þess virði að prófa!

 

IMG_0268

Í rjómann set ég:

100ml hafrarjóma

1 tsk. hunang

Fræ úr vanillustöng eða vanillukorn

Hrærið vel saman í skál, mér finnst best að nota písk, og hellið út á bláber.

 

IMG_0272

Mér finnst hafrarjómi vera frábær valkostur í staðinn fyrir venjulegan rjóma, til dæmis fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða þola illa mjólk. Það má nota hann bæði kaldann og heitann en það er ekki hægt að þeyta hann. Það eru töluvert færri hitaeiningar í honum en venjulegum rjóma og mér finnst hann einstaklega bragóður!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: