5 uppáhalds í júlí!

Enn ein mánaðarmótin! Mér finnst þessi samt alltaf vera frekar súrsæt..á sama tíma og allir flykkjast á Þjóðhátíð og skemmta sér markar þessi helgi lok sumarsins hjá mörgum. Sumarið líður alltaf of hratt en við taka spennandi tímar hjá mér, flutningar á næsta leiti og skólinn að byrja! En mig langaði að sýna ykkur 5 vörur sem hafa verið mikið notaðar í júlí!

IMG_0133

Ég sá mikið af umfjöllunum í sumar um þetta BB líkamskrem frá Masterline og ákvað að slá til og prófa. Mér finnst það æði! Snilld að skella því á sig áður en maður fer út, og svo er ég alveg orðin húkt á lyktinni af því. Það kemur í tvem litum, ég fékk mér dekkri litinn og finnst hann mjög fínn. Ég nota það á bringuna og hendurnar og líka fæturna ef ég er í kjól til dæmis. Húðin verður jafnari á litinn og áferðin fallegri, must að eiga þetta!

IMG_5977

Nýja naglalakkalínan frá Maybelline heitir Bleached neons og er eiginlega algjört æði! Er alveg að missa mig yfir þessum fallegu litum. Þessi er uppáhalds en hann heitir Sun Flare og er svona ljós-pastel-gulur-neon (segið það 10x hratt!).

IMG_0134

Að ég hafi aldrei skrifað um þennan hyljara er eiginlega bara algjör skandall..ég nefnilega dýrka hann og nota hann á hverjum einasta degi. Hann er frá L’oreal og er í Lumi línunni, og ég tek lit númer tvö. Núna í sumar hef ég ekki verið að nota farða á hverjum degi, heldur bara létt CC eða BB krem og svo þennan hyljara á þau svæði sem ég vil aðeins laga. Hann er ofboðslega flottur undir augun og hann endurkastar ljósinu svo augnsvæðið virðist bjartara.

IMG_0136

Ég verð að viðurkenna að ég get stundum verið mjög fordómafull gagnvart umbúðum og er algjörlega týpan sem kaupir allt sem er í fallegum umbúðum! Ég fékk þetta Neutrogena krem um daginn og verð eiginlega að viðurkenna að ég var ekkert það spennt að prófa það. En svo í sumar þegar sólin skein freistaðist ég alltaf til að gera yoga í garðinum mínum (þó ég sé með hellings ofnæmi) og fékk þar af leiðandi rauða og þurra húð á fótunum og höndunum, og mikinn kláða. Þetta krem er alveg búið að bjarga mér! Það er algjör snilld á mjög þurra og viðkvæma húð, og mér finnst það vernda húðina mína fyrir ofnæmi. Innihaldið kom svo sannarlega á óvart og þetta er orðið fastagestur í skúffunni.

IMG_9298

Á sumrin verð ég alltaf alveg extra löt að þrífa af mér farðann áður en ég fer að sofa..veit ekki hvað það er. Því miður freistast ég stundum til að sleppa því að taka hann af, en sé alltaf jafn mikið eftir því morguninn eftir. En þetta hreinsivatn finnst mér algjör snilld! Það má nefnilega nota það bæði á augun og andlitið, og þú þarft ekkert annað. Það hreinsar ótrúlega vel og frískar húðina, svo hún er tilbúin til að bera á hana rakakrem. Algjör snilld fyrir letingja eins og mig að geta bara sett þetta í bómul og tekið allt af í einu!

xxx

1 Comments on “5 uppáhalds í júlí!”

  1. Pingback: Ég elska: Micellar hreinsivatnið frá Garnier | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: