Að missa mig yfir: Freebra

Ég verð að deila með ykkur einu ótrúlega sniðugu sem ég var að prófa og er að missa mig yfir! Snilldin heitir Freebra og er svona hlýralaus brjóstahaldari sem límist við húðina. Ég hef séð þónokkrar tegundir af svona brjóstarhöldurum en þessi er “the original” og er klárlega sá besti! Ég fékk minn í Kvenfélaginu hérna á Akureyri og hann er algjört must að eiga í skápnum!

IMG_0082Freebra er úr 100% sílíkoni svo að parturinn sem fer á húðina er ekki beint lím heldur er sílíkonið klístrað, og þessvegna má alveg þvo hann og það er mælt með að þvo hann með uppþvottalegi eftir notkun (sá það HÉR). Það sem þarf helst að passa er að þrífa húðina rosalega vel áður en maður setur hann á og ekki vera með neitt krem á sér, þá helst hann endalaust á. Hann er svo ótrúlega þægilegur og helst ekkert smá vel á! Það er ekkert meira pirrandi en svona brjóstarhaldarar sem eru alltaf að detta af og maður er sífellt að laga, en þessi gerir það alls ekki.

IMG_0088

Vinkona mín er búin að eiga einn svona í tvö ár og oft búin að segja mér hvað þetta sé sniðugt og að ég verði að prófa, en ég hef aldrei látið verða af því fyrr en núna. Ég fékk nefnilega svona samfesting eins og svo margir eiga innum lúguna hjá mér um daginn og fannst hann mjög flottur. En svo þegar ég mátaði hann sá ég strax að það var alveg ómögulegt að vera í venjulegum brjóstahaldara innan undir því það sást alltaf og var svo ljótt, svo þetta er fullkomin lausn!

 

IMG_0109

Þetta er líka ótrúlega sniðugt við svona boli sem eru með gegnsæju efni í bakið eins og er svo mikið í tísku núna. Mér finnst ótrúlega flott að geta verið með alveg bert bakið innanundir svoleiðis bolum, en myndi samt ekki láta mig hafa það að vera í engum brjóstahaldara. Mæli hiklaust með þessum ef þið eruð að fara að vera í fínum kjól sem er hlíralaus eða opinn í bakið, sést ekki neitt og ótrúlega þægilegt!

xxx

 

5 Comments on “Að missa mig yfir: Freebra”

  1. Pingback: Ég mæli með: Freebra | gyðadröfn

  2. Pingback: Ég mæli með: Missguided | gyðadröfn

  3. Pingback: Freebra LUX | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: