Uppskrift: Einfaldasti andlitsskrúbbur í heimi fyrir ljómandi húð

Var ég búin að segja ykkur að ég elska hunang? Já? Kannski svona 20 sinnum? Okei ég ætla samt að segja ykkur það einu sinni enn. Ég elska hunang! Það hefur svo óendanlega marga góða kosti fyrir húðina, og er algjörlega náttúrulegt. Vissuð þið að hunang er eina matvælið sem skemmist aldrei? Hreint hrátt hunang endist endalaust svo það er engin ástæða til að eiga það ekki alltaf til í skápnum!

IMG_0076

Ég nota yfirleitt þetta hérna hunang frá Sollu, afþví mér finnst svo ótrúlega þægilegt að hafa það í svona flösku sem er hægt að kreista, en það má nota hvaða tegund sem er. Ég á það nefnilega alveg til að sulla niður og hunang er ekkert sérlega skemmtilegt að þrífa upp. Það eru til endalaust margar tegundir af hunangi sem eru með mismunandi lit og áferð, en mér finnst best að velja frekar ljóst hunang þegar ég ætla að nota það á húðina. Í skrúbbnum er líka matarsódi sem er alveg ofboðslega góður til að fínpússa og eiginlega “slípa” yfirborð húðarinnar. Þegar við blöndum honum við hunangið sem smýgur svo ofan í húðina fáum við alveg ótrúlega fallegan ljóma!

IMG_0064

Besti parturinn við þennan skrúbb er hvað hann er ótrúlega einfaldur, og ég held að langflestir eigi innihaldsefnin í skápnum sínum. Ég nota jöfn hlutföll af hunang og matarsóda en þá verður hann frekar þykkur, svo ef þið viljið hafa hann þynnri þá bara notið þið minni matarsóda, mjög gott að prófa sig áfram. Í hann fer:

1/2 til 1 msk. matarsódi

1 msk. hunang

10 dropar andlitsolía eða ilmkjarnaolía (má sleppa)

Öllu hrært saman í skál og síðan borið á andlit. Skrúbbið andlitið með léttum, hringlaga hreyfingum í 2 mínútur og skolið svo af. Passið að skrúbba ekki nálægt augnsvæðinu eða þar sem húðin er sérlega viðkvæm.

 

IMG_0073

Ég notaði blandaða andlitsolíu með blöndu af 8 mikilvægum olíum (þessa HÉR), en það væri tilvalið að nota til dæmis lavander ilmkjarnaolíu sem fæst t.d. í Heilsuhúsinu. Ég nota olíuna aðallega til að fá góða lykt, og það er eitthvað svo miklu meira “lúxus” við það að skrúbba þegar það er góð og róandi lykt af skrúbbinum. Ef að þið notið hreina ilmkjarnaolíu þá er nóg að nota 2-3 dropa. Það er langbest að nota þennan annaðhvort í sturtu, eða rétt áður, því hann er svolítið klístraður og erfitt að þrífa hann af, en hann rennur af undir vatni.

 

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: