Uppskrift: Tveir safakúrssafar

Ef ég myndi segja ykkur að safakúrinn minn gengi ótrúlega vel þá væri ég að ljúga..að taka safakúr þegar maður á ekki safapressu er nefnilega pínu áskorun! Svo er líka ótrúlega fyndið hvað maður fær mikla þörf fyrir að tyggja þegar maður fær bara fljótandi fæðu. Ég er alls ekki búin að vera svöng en finnst samt alltaf vanta eitthvað þegar ég er ekki búin að tyggja neitt. Þetta er klárlega mikið bara venjur en mér finnst alveg ofsalega erfitt að fá ekkert að tyggja! Markmiðið með að fara á safakúr er að gefa meltingarkerfinu alveg frí og hreinsa líkamann, ekki bara að fæðan sé öll fljótandi. Þessvegna er svo mikilvægt að búa til sína eigin safa og djúsa til að vera viss um að þeir innihaldi engin aukaefni.

IMG_7600

Myndin af innkaupakörfunni minni í fyrradag. Ég keypti helling af ferskum ávöxtum og grænmeti til að nota í djúsana. Ég komst fljótlega að því að ég þarf nauðsynlega að kaupa mér safapressu. Það er nefnilega svolítið seinlegt að mauka allt og sigta hratið frá til að búa til djús. Nánast allir safarnir sem ég gerði fyrsta daginn urðu eins og þykkt barnamauk sem var ekki alveg það sem ég var að leita að. Mér finnst ótrúlega sniðugt að geta keypt svona safakúrspakka, t.d. hjá Gló og Happ, þar sem þú færð alla safa sem þú þarft fyrir 3 daga, ætla klárlega að prófa það þegar ég flyt í bæinn.

IMG_0037

Mig langaði samt að segja ykkur frá 2 söfum sem ég var mjög ánægð með og fannst bæði bragðgóðir og frískandi. Sá fyrri er úr:

5 gulrætur

1 epli

Stór bútur af engifer

Vatn

Ég skellti þessu öllu í blandarann með því vatni sem þurfti og maukaði vel. Svo hellti ég í gegnum fínt sigti til að fá djúsinn.

IMG_0018

Uppskriftina af seinni safanum fann ég utan á rauðrófusafaflöskunni, en ég keypti mér tilbúinn rauðrófusafa frá Sollu. Hann verður alveg ótrúlega fallegur rauður og ég hellti mínum yfir klaka og hann var ljúffengur! Í hann fór:

2 dl rauðrófusafi

2 cm engiferrót

1 dl spínat

1 dl ferskur ananas

1/2 lime

Allt sett í blandara og blandað vel. Ég kreisti safann úr lime-inu útí seinast og skreytti með einum bát.

xxx

2 Comments on “Uppskrift: Tveir safakúrssafar”

  1. Pingback: Bloggið 1. árs: Umtalaðsta færslan | gyðadröfn

  2. Pingback: Bloggið 1. árs: Umtalaðsta færslan | Gyða Dröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: