Að missa mig yfir: Nálastungu-slökunarpúði fyrir 1500kr

IMG_9540

Ég datt niður á algjöra snilld um daginn! Keypti mér snilldar nálastungupúða og er búin að nota hann óspart síðan. Ég hef aldrei farið í venjulega nálastungu, en finnst þessi vísindi ótrúlega merkileg. Púðinn er gerður eftir svona “acupuncture” tækni, og er algjör snilld til að auka blóðflæði á ýmsum stöðum á líkamanum. Besti parturinn er að þú getur fengið hann í Tiger fyrir bara 1500kr! Næsta skref er að kaupa mér heila mottu en ég er búin að finna eina ljósbleika á Ebay sem ég er mjög hrifin af.

IMG_8015

Ég valdi mér svona fallega appelsínugulann með bleikum broddum en þeir voru til í nokkrum litum. Það er svona vont/gott tilfinning að leggjast á hann, en broddarnir eru mjög harðir og ég var varla að þora að leggjast á hann fyrst. En um leið og maður er búinn að leggjast byrjar það að vera þægilegt og ég næ alveg ótrúlega góðri slökun! Það er mælt með að liggja í 20 mínútur í einu, en mér finnst gott að slaka á í svona korter á honum. Þegar maður fer svo af púðanum fæ ég oft náladofa á staðinn þar sem púðinn var, og það getur tekið smá tíma fyrir hann að fara. Mér finnst hann snilld til að auka blóðflæði t.d. þegar ég er með vöðvabólgu í öxlunum eða eitthvað illt í mjóbakinu! Svo er ótrúlega þægilegt að leggjast með hausinn á hann og rúlla honum rólega til.

IMG_7600

Annars er næst á dagskrá hjá mér að prófa að fara á safakúr næstu 3 dagana! Ég er búin að vera óvenju þreytt og orkulaus svo ég ætla að taka næstu 3 dagana í að hreinsa líkamann alveg með því að drekka bara safa og græna djúsa. Mun örugglega segja ykkur frá hvernig mér gengur og gefa ykkur uppskriftir, en svona leit verslunarkarfan mín út í Bónus í morgun..ótrúlega litrík og falleg og ég get ekki beðið eftir að drekka alla þessa girnilegu djúsa sem ég er búin að ýminda mér.

IMG_7831

Annars hefur dagurinn farið í að skipuleggja næstu daga, en mér finnst ótrúlega gott að taka einn dag í viku þar sem ég fer yfir alla hlutina sem ég ætla að gera og skipulegg mig fyrir næstu daga. Er að vinna að fullt af spennandi hlutum fyrir bloggið svo endilega fylgist með!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: