Uppáhalds góðgæti þessa dagana
Ég er algjör sælkeri eins og þið hafið kannski nú þegar áttað ykkur á. Ég er miklu meira fyrir sætindi og kökur heldur en annan óhollan mat. Langaði að sýna ykkur það sem er allra uppáhalds hjá mér þessa dagana.
Vá ég er alveg að missa mig yfir þessum möndlum..mér finnst þær svo fáránlega góðar. Ég elska venjulegar möndlur svo ég varð að kaupa mér þessar þegar ég rakst á þær í Hagkaup. Ég hef séð 2 tegundir, þessar með súkkulaði og kanil og svo með súkkulaði og flórsykri. Vinkona mín kom með hina tegundina til mín um daginn og við settum þær í skál og þær voru sko ekki lengi að hverfa!
Þetta er algjört spari-nammi, finnst þær vera svona smá eins og konfektmolar. Dásamlegt að hafa þær í fallegri skál heima, þó þær endist nú yfirleitt ekki lengi þar..
Ég dýrka þessi Nakd stykki! Vinkona mín sýndi mér þau seinasta sumar, en þetta eru svona stykki sem þægilegt er að grípa með sér. Það eru til margar tegundir en þessar 3 á myndinni eru í uppáhaldi hjá mér. Þau innihalda bara hrein og lífræn innihaldsefni, og engan sykur eða önnur ónauðsynleg aukaefni. Flestar tegundirnar eru bara með 3-5 innihaldsefnum sem er mjög sjaldgæft og eru yfirleitt í kringum 100-150 kaloríur! Fást í Nettó og Hagkaup.
Freistingarnar eru svo alveg allra mesta uppáhalds. Ég get eiginlega ekki ákveðið hvor mér finnst betri, finnst það pínu eins og að eiga að segja hvort barnið þitt þú elskar meira…þær eru bara svo mikil snild báðar tvær. Ég vel mér samt yfirleitt draumafreistinguna því ég bara kemst ekki yfir hvað mér finnst kremið á henni gott!
xxx
Pingback: Uppskrift: Fullkomna föstudagskvöldið mitt | gyðadröfn