Myndablogg: Sumarið á Instagram

Elsku lesendur þið verðið að afsaka bloggleysi seinustu daga..fékk alveg svakalegt samviskubit í gær þegar ég fattaði hvað ég hef lítið bloggað seinustu daga. Þetta er svo sannarlega ekki það sem koma skal! Ég lofa ykkur nýjum uppskriftum og allskonar skemmtilegu um helgina en þangað til langaði mig aðeins að sýna ykkur nokkrar myndir frá sumrinu mínu sem ég hef sett á Instagram:

IMG_3365

Okei ef að þið nennið ekki að skoða matarmyndir getið þið alveg bara hætt að elta mig á Instagram strax..er algjör matarmyndafíkill og borða helst aldrei fyrr en ég er búin að taka mynd, og oft rata þær á Instagram! Hérna útbjó ég mér chia graut með bláberjum og brasilíuhnetu-mjólk, einstaklega ljúffengt og hollt!

 

IMG_5610

Það er svo gaman að klæða sig í kjól og setja snúð í hárið þegar það er sumar!

 

IMG_7028

Fyrir nokkrum helgum fór ég á ættarmót, og í staðinn fyrir að taka með mér ostaslaufu og kleinur (eins og venjulegt fólk) í nesti, gerði ég mér krukkugraut með tröllahöfrum, möndlumjólk, og ofaná setti ég avocado, mangó og kókos, aðeins of dásamlegt!

 

IMG_1646

Um daginn skellti ég mér á tónleika með Ásgeir Trausta á Græna hattinum hérna á Akureyri. Mér finnst hann svo óendanlega góður og elska tónlistina hans, var svo sannarlega ekki svikin þetta kvöld! Í tilefni þess splæsti ég í gullkeðjur um hálsinn og gyllta tóna í förðuninni minni.

 

IMG_9789

Ég veit ekki margt dásamlegra heldur en þegar það koma fersk íslensk ber í búðirnar á sumrin. Ég kaup mér alltaf box þegar ég sé þau, og mér finnst hindberin best. Hindber og hafrar eru fullkomin  blanda sem getur ekki klikkað (uppskrift af grautnum HÉR )

 

IMG_9811

Við Bella fórum í smá fjallgöngu í seinustu viku inn Glerárdalinn. Eins og þið sjáið kannski er ég að deyja úr ofnæmi enda eru frjókornin í hámarki þessa dagana, en ég bara get ekki sleppt því að vera úti í fallegu náttúrunni okkar!

 

 

IMG_9850

Einu sumarkvöldi eyddi ég á Te og kaffi og las bókina hennar Lukku í Happ spjaldanna á milli. Ég gat ekki sleppt því að fjárfesta í henni og sé sko ekki eftir því, aðeins of margar dásamlegar uppskriftir sem ég get ekki beðið eftir að prófa.

 

IMG_9917

Í dag fórum við mamma og systir mín saman í “Bakgarð Tante Grethe”, sem er dásamlega falleg búð hérna rétt hjá Akureyri, við hliðina á Jólahúsinu. Ef þið eruð í nágrenninu hreinlega verðið þið að kíkja því það fæst aðeins of mikið af fallegum hlutum þarna..og svo ég tali nú ekki um allt dásamlega súkkulaðið! Ég verð alveg klárlega fastagestur þarna!

 

IMG_8486

Í seinustu viku kom svo út nýtt tölublað af Séð og heyrt með mér á forsíðunni, og alveg heillri opnu inní blaðinu! Ég fékk smá umfjöllun um mig og bloggið og mikið ótrúlega var skrítið að horfa á sjálfa sig í blaðarekkanum í Bónus!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: