Vaxpenni sem vaxar augabrúnir í einum grænum!

Ég vaxa augabrúnirnar mínar yfirleitt sjálf heima. Er svo mikið fyrir að dunda mér heima fyrir framan spegilinn að ég nýti tímann í að gera flest sjálf sem viðkemur útliti. Mamma mín keypti þennan stórsniðuga vaxpenna í Hagkaup um daginn og ég verð að deila honum með ykkur!
Pakkinn lítur svona út en vaxpenninn hentar fyrir andlit. Í pakkanum er allt sem maður þarf, vax, strimlar og eftirmeðferð. Ég hita vatn í hraðsuðukatli og sting svo pennanum með bleika endann niður ofan í bolla með heitu vatninu í 1mín. Þá er vaxið heitt og tilbúið til að nota.
Stúturinn á vaxtúbunni er skáskorinn svo það er auðvelt að bera vaxið á hárin sem ég vil losna við undir augabrúninni. Mér finnst stundum gott að stinga pennanum aftur ofan í vatnið þegar ég er búin með aðra augabrúnina, því vaxið er fljótt að kólna og ég vil hafa það alveg heitt. Passið samt að hafa það ekki of lengi í vatninu svo þið brennið ykkur ekki.
Mér finnst algjör snilld að hafa eftirmeðferðina með í pennanum á sama stað og vaxið. Ég á það nefnilega alveg til að skella á mig vaxi og stökkva svo út, og gleyma að bera gott krem á augabrúnirnar. Stórsniðugt og mjög þægilegt í notkun!
xxx
ú, verð að prófa þetta! veistu hvað þessi penni kostaði?
LikeLike
Okkur mömmu minnir að hann hafi ekki verið yfir 3000, sennilega á milli 2500 og 3000kr 🙂
LikeLike
er hann ekkert að klessast í brúnirnar? seturðu hann bara beint á úr pennanum, ss ekkert annað áhald sem þú notar til að bera þetta á?
..hljómar eiginlega of gott til að vera satt að geta græjað þetta bara heima! 🙂
vona að þú sjáir komment á gamla pósta!
LikeLike
Hæ og takk fyrir að lesa! 🙂
Já ég ber hann bara beint á úr pennanum og nota ekkert annað áhald til þess að bera vaxið á. Penninn er skáskorinn svo mér finnst auðvelt að setja hann undir brúnirnar án þess að vaxið klessist í, en ég set það kannski ekki alveg uppvið þéttustu hárin, til að tryggja að taka ekki af þann hluta sem ég vil ekki 🙂 ef ég vil svo losna við hár sem eru alveg upp við þar sem brúnin á að vera nota ég plokkara til að taka þau 🙂 Og já mér finnst hann alveg ótrúlega þægilegur í notkun og fannst þetta einmitt eiginlega of gott til að vera satt þangað til ég prófaði 😉
LikeLike