Uppskrift: Einföldustu hafrakökur í heimi

Hafið þið tekið eftir hvað ég skrifa oft: “í heimi” í titilinn á færslunum mínum. Ég er nefnilega svo mikil ástríðumanneskja að ég missi mig mjög auðveldlega yfir litlum hlutum og finnst þeir það allra frábærasta sem hefur komið fyrir mig. Þessar smákökur fá að falla í þennan flokk. Þær eru nefnilega æði! Þær eru allt í senn einfaldar, bragðgóðar, fljótlegar, og hollar..hvað meira er hægt að biðja um?
2-3 innihaldsefni er allt sem þarf til að galdra fram þessar dásamlegu hollustu kökur. Það tekur líka enga stund að útbúa þær og það má endilega prófa sig áfram með bragðefni. Í þetta skiptið notaði ég vanillukorn og dökka súkkulaðidropa ofan á en það má nota hvað sem er, t.d. kanil, vanilludropa, kakó, eða önnur bragðefni. Það er líka mjög gott að hræra súkkulaðidropana við deigið og búa til súkkulaðibitakökur, en mér finnst þær alltaf verða fallegri þegar ég raða þeim ofaná. Þær eru æðislegar til að grípa með sér sem millimál eða morgunmat, og eiga í skápunum eftir vinnu.
Uppskriftin er svona (sirka 8 smákökur):
1 vel þroskaður banani
1/2 bolli tröllahafrar
Bragðefni að vild, t.d. 1-2 tsk. vanilludropar.
Súkkulaðidropar ef vill.
Byrjið á að hita ofninn í 180°. Stappið banana og hrærið höfrunum vel samanvið. Bætið í bragðefnum eða súkkulaðidropum og myndið litlar kökur á bökunarplötu. Athugið að smákökurnar stækka ekki svo ykkur er óhætt að hafa lítið bil á milli þeirra. Bakið í 15mín og njótið!
xxx
er í lagi að nota frosin banana ? 🙂
LikeLike
Hmm ég hef ekki prófað það, en það er örugglega svolítið erfitt að stappa hann án þess að þýða hann fyrst 🙂
LikeLike
Pingback: Bloggið 1. árs: Besta uppskriftin fyrir magann | gyðadröfn
Pingback: Bloggið 1. árs: Besta uppskriftin fyrir magann | Gyða Dröfn