Að missa mig yfir: Glærum varalitablýanti

Ég er alls ekki mikið fyrir það að kaupa mér mjög dýrar snyrtivörur..þvert á móti er ég algjörlega “drugstore makeup” týpan. Mér finnst nefnilega svo gaman að kaupa, og ég get keypt miklu oftar þegar ég kaupi eitthvað ódýrt frekar en dýrt. “Drugstore makeup” eru þau merki og þær snyrtivörur sem fást í apótekum útí heimi, en ekki í sérhæfðum snyrtivörubúðum. Þau eru oftast aðeins ódýrari en merkin í sérhæfðu búðunum en mér finnst þau alveg jafn góð og oft vera miklu meira spennandi! Af og til finnst mér samt gaman að fjárfesta í einum og einum hlut frá dýrari snyrtivörumerkjum, og er þá yfirleitt búin að vanda valið vel og skoða umsagnir um vöruna áður en ég kaupi.

IMG_9716

Á dögunum nældi ég mér í þennan varalitablýant frá Estee Lauder, eftir að hafa rekist á hann á nokkrum bloggum. Hann heitir Double Wear Stay-in-Place lip pencil og er í litnum Clear, eða algjörlega litlaus. Ég nota ekki oft áberandi varaliti heldur er ég lang hrifnust af nude varalitum sem að eru frekar líkir náttúrulegum litum varanna. Það er oft erfitt að fá varablýanta sem eru nógu ljósir til að nota undir svona nude varaliti svo ég ákvað að prófa þennan, verð að segja að ég sé ekki eftir því!

 

IMG_9718

Myndin til vinstri er án varablýants en á myndinni til hægri er ég búin að setja hann á mig. Þið sjáið að það kemur enginn litur, en varirnar eru mattari og jafnari, og áferðin miklu fallegri. Mér finnst þessi blýantur eiginlega virka alveg eins og primer fyrir varirnar, hann undirbýr þær fullkomlega svo að varaliturinn verður jafn og helst miklu lengur á. Svo er líka snilld að þar sem hann er litlaus þá hentar hann undir hvaða varalit sem er! Klárlega frábær fjárfesting sem ég á eftir að nota endalaust.

IMG_9757

Loksins á ég þá varalitablýant sem ég get notað undir nýja uppáhalds nude varalitinn minn, sem er númer 710 frá Maybelline og fæst í Maybelline stöndunum hér á Íslandi!

xxx

 

 

4 Comments on “Að missa mig yfir: Glærum varalitablýanti”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: