Að missa mig yfir: Mússum

Ég er með svo mikið gull-æði þessa dagana. Finnst ekkert fallegra en að vera með gyllta tóna í förðuninni bæði á augunum og á húðinni. Til að ná lúkkinu fullkomlega finnst mér must að vera með fallega gyllta húð á líkamanum líka, en mér finnst oft svo mikið vesen að bera á mig brúnkukrem. Brúnkumússur finnst mér hinsvegar miklu auðveldari og þægilegri í notkun, maður er enga stund að skella þeim á sig og áferðin verður svo falleg!

IMG_9549

Ég er búin að vera að nota þessa brúnkumússu frá St. Tropez mjög lengi núna og hún er bara algjör snilld! Ótrúlega þægilegt að bera hana á sig og mér finnst lang fallegasti undirtónninn vera í þessari hérna. Hún er alveg laus við appelsínugula litinn sem fylgir svo oft brúnkukremum og er fullkomlega gyllt. Hún er hinsvegar í dýrari kantinum en algjörlega þess virði samt!

IMG_9554

Í seinustu viku fékk ég svo þessa hér en hún er ný frá L’oreal. Hún er eiginlega ennþá léttari en þessi frá St. Tropez og maður er ennþá fljótari að skella henni á! Liturinn og áferðin verður aðeins léttari af hinni, og það kemur líka mjög fallegt glow. Liturinn er mjög gylltur og svo finnst mér mjög góð lykt af henni, og stærsti plúsinn er að hún er alls ekki dýr!

IMG_9527

Svona leit liturinn út þegar ég vaknaði í morgun en ég bar hana á mig í gærkvöldi í algjörum flýti og var því pínu hrædd um að hann yrði flekkóttur, en var ótrúlega ánægð í morgun þegar ég sá að svo var ekki! Liturinn er mjög léttur og þó ég hafi skellt henni á mig á 3 mínutum var hann bara mjög jafn og fínn. Frábær fyrir þær sem eru kannski frekar ljósar, því að liturinn er alls ekki yfirþyrmandi. En á ég að segja ykkur hvernig mér finnst best að bera hana á? Bannað að hlæja samt!

IMG_9524

Það er nefnilega algjör snilld að nota dömubindi til að bera á sig brúnkukrem eða mússur. Ég klippi það í tvennt og nota límið sem er aftaná til að líma það á hendurnar, og vængina á handarbakið. Ég var vön að nota hanska en mér finnst þeir oft renna til og hendin helst ekkert alveg föst inní þeim. Svona hinsvegar situr púðinn (eða dömubindið semsagt) alveg fast á hendinni og verndar hana fyrir brúnkuklessum, fullkomið. Svo er bara hægt að henda því þegar maður er búinn!

xxx

7 Comments on “Að missa mig yfir: Mússum”

    • Hann helst mjög vel á með St. Tropez músunni, en er aðeins léttari með L’oreal Sublime body mússunni, en hann skolast samt ekki af í einni sturtu. En mér finnst mjög flott að nota L’oreal mússuna nokkra daga í röð til að byggja litinn upp, og fara í sturtu á milli svo hann verði jafn og flottur 🙂

      Like

  1. Pingback: Dagbókin: Árshátíðar vikan | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: