Confessions Of A Shopaholic Vol.2

Þið sem þekkið mig vitið alveg hvað ég á að vera að gera þessa dagana (spara), nefnilega kaupa allskonar skemmtilegt dót (spara)! Ég á stundum alveg rosalega erfitt með að hemja mig, en það er bara eitthvað svo frelsandi að versla..eruð þið ekki sammála? Hér eru nokkrir hlutir sem ég keypti á seinustu dögum og er að elska!

IMG_9472

Þessa gullfalegu Tamaris sandala pantaði ég mér af Ebay á dögunum. Ég sá þá fyrst í Hagkaup, en þeir eru til silvurlitaðir og svartir þar. Mér fannst þeir hinsvegar lang fallegastir í þessum ljósbleika lit svo ég bara stóðst ekki mátið!

IMG_9486

Naglalökkin sem komu frá OPI fyrir sumarið eru eiginlega bara of falleg. Þetta eru allt mattir neon litir, og þeir eru hver öðrum sætari! Ég gat ekki valið svo ég keypti mér pakka með öllum litunum í litlum glösum, fullkomið!

IMG_9503

Ég bara stóðst ekki mátið að kaupa mér þessi sumarlegu Ray Ban sólgleraugu. Þau eru með grænbláu speglagleri og uppáhalds týpan mín, aviator (linkur HÉR). Vinkona mín keypti þau fyrir mig í bandaríkjunum og ég er bara aðeins of ánægð með þau!

IMG_9498

Nýju sumarilmirnir frá Biotherm eru algjört æði! Ég var ótrúlega lengi að velja á milli þessa ljósbláa eða gula, en ákvað á endanum að fá mér þennan bláa. Sé sko ekki eftir því! Svo finnst mér hann líka vera á frábæru verði (kostaði 2990kr í Hagkaup)..svo kannski ég kaupi mér bara gula líka.

IMG_9510

Ég fæ ekki nóg af nude-lituðum varalitum þessa dagana og mér finnst þessi algjörlega dásamlegur. Hann er frá Maybelline og númer 710, mjög léttur, fullkomlega ljós, og fullkomlega mikið shimmer í honum.

IMG_9512

Í fyrradag nældi ég mér svo í annað eintak af uppáhalds CC kreminu mínu, þar sem ég var búin með það. Það er frá L’oreal og er grænt á litinn, en grænn litur vinnur á móti rauðum. Það er því fullkomið fyrir þær sem eru að glíma við rósroða og mikinn roða í húðinni en ég verð oft rauð á svæðinu kringum nefið og á hökunni. CC stendur fyrir Color Correcting, eða litaleiðrétting, og mér finnst það alveg ótrúlega mikil snilld svona hversdags til að losna við rauða litinn en samt vera lítið máluð.

xxx

2 Comments on “Confessions Of A Shopaholic Vol.2”

  1. Fannstu þennan Maybelline varalit á Íslandi eða pantaðiru hann af utan? Hef ekki séð neina úr Nude línunni hérna heima!

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: