Uppskrift: Kakóhúðaðar möndlur á mánudegi

Já það er sko aftur kominn mánudagur! Sem að mér finnst reyndar alls ekki versti dagurinn eins og sumum. Þvert á móti finnst mér mánudagar frábærir, þeir eru byrjunin á nýrri viku og eiginlega eins og nýtt upphaf, fullkomnir til að byrja á því sem maður ætlaði að vera löngu byrjaður á. Þriðjudagarnir hinsvegar, þeir eru önnur saga..

IMG_9447

Ég notaði mánudaginn minn alveg ótrúlega vel í eldhúsinu. Mér finnst frábært að nota sunnudaga eða mánudaga í að útbúa eitthvað gott sem ég get hlakkað til að eiga í eldhúsinu út vikuna. í þetta skiptið bjó ég til allskonar góðgæti sem er tilvalið að fá sér eftir vinnu eða með kaffinu. 

IMG_9430

Ég bjó til annan skammt af kökudeigsbitunum frábæru (uppskrift hér: HÉR ), en í þetta skiptið notaði ég venjulegt möndlumjöl en ekki hrat úr möndlumjólk eins og seinast. Ég er samt ekki frá því að mér finnist þeir betri með hratinu, svo ég mæli með að nota bara tækifærið og búa til möndlumjólk og bitana í leiðinni!

IMG_9431

Ég gerði líka súkkulaðihúðaðar döðlur, sem mér finnst alveg það allra besta, og svo er ég búin að vera að prófa mig áfram með uppskriftir af hráköku, og þessi á myndinni er sú besta hingað til. Hver veit nema ég deili með ykkur uppskrift þegar ég er alveg ánægð með hana!

IMG_9445

En mig langaði að segja ykkur hvað það er ótrúlega einfalt að búa til svona kakóhúðaðar möndlur, en til þess þarf bara möndlur, súkkulaði og kakóduft. Ég nota ljósan súkkulaðihjúp til að húða möndlurnar, en það má nota hvaða súkkulaði sem er. Svo hef ég tilbúna skál með hreinu kakódufti og þegar möndlurnar eru hjúpaðar set ég þær ofan í skálina og hristi hana aðeins til, þangað til kakóið hefur húðað alla möndluna. Það er alveg hægt að setja nokkrar í einu ofan í kakó skálina en passið bara að hafa ekki of mikið súkkulaði á þeim. Algjört nammi!

IMG_9449

Þar sem að þriðjudagar eru minn erkióvinur gerði ég mér líka dásamlegan krukkugraut með jarðaberjum og bláberjum sem ég ætla að borða í hádeginu á morgun, gerir daginn allavega aðeins betri!

xxx

2 Comments on “Uppskrift: Kakóhúðaðar möndlur á mánudegi”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: