Uppskrift: Súper nærandi hármaski

Okei við höfum öll heyrt orðatiltækið “beauty is pain” ekki satt? Það á nefnilega alveg mjög vel við þennan hármaska sem ég ætla að sýna ykkur. Það er alls ekki góð lykt af honum, hann er frekar slepjulegur og mjög subbulegur. Ekki samt hætta að lesa strax! Það er nefnilega alveg góð ástæða fyrir því að ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni af honum, það vill nefnilega svo til að hann er líka snilld!

IMG_9410

Það er ekkert mál að búa hann til og það tekur enga stund. Það er hinsvegar smá vesen að bera hann í en eftir á að hyggja þá datt mér í hug að sennilega væri besta að setja hann í einhverskonar sprautuflösku og sprauta honum í hárið. Ég endaði nefnilega á að dýfa hausnum á mér ofan í skálina til að ná að dreifa nægilega vel úr honum (sem að varð alveg pínu subbulegt). Hann inniheldur sinnepsduft (æi hvað var ég að segja ykkur að það væri ekki góð lykt af honum, hver vill ekki lykta eins og pylsa í brauði?), en sinnepsfræin sem sinnepsduftið er unnið úr innihalda fullt af góðum olíum og duftið eykur blóðflæði. Ég er mikið búin að lesa að hármaskar sem innihalda sinnepsduft eigi að vera algjört kraftaverk og láti hárið vaxa ótrúlega hratt, svo ég varð að prófa. Það er gott að nota hann einu sinni í viku ef þið eruð að safna hári, svo það er algjörlega málið að fara og fjárfesta í sinnepsdufti (fæst í Hagkaup)! Hafið samt í huga að sinnepsduft getur verið ertandi ef þið eruð með viðkvæman hársvörð eða exem, svo prófið hann endilega fyrst á litlu svæði áður en þið setjið hann í allt hárið ef þið eruð með viðkvæma húð. Þar sem hann inniheldur líka egg mæli ég með að passa að vatnið sé ekki mjög heitt þegar þið skolið hann úr. Það var nefnilega mikið hlegið að mér þegar ég bjó til eggjamaska fyrir hárið einu sinni og skolaði hann úr með heitu vatni, og eggin elduðust í hárinu á mér og ég var í viku að týna eggjaleyfarnar úr hárinu!

IMG_9379

Uppskriftin er svona:

2 msk. sinnepsduft leyst upp í 2-3 msk. af heitu vatni

4 msk. ólívuolía

1 eggjarauða

1 msk. hunang

Byrjið á að leysa sinnepsduftið upp í heitu vatninu og kælið. Hrærið næst saman eggjarauðu og ólívuolíu og bætið hunanginu út í. Hellið svo sinneps-vatninu saman við og blandið vel. Berið í hárið og látið virka í um 15mínútur (gott að setja plastpoka yfir), og skolið svo úr með nóg af sjampó.

xxx

 

2 Comments on “Uppskrift: Súper nærandi hármaski”

    • Nei í raun og veru ekki..það er ekkert sem virkar alveg eins og sinnepsduftið, en það má alveg sleppa því og nota allt hitt í hárið, þá hefur maskinn bara ekki alveg jafn mikla virkni til að láta hárið vaxa hraðar 🙂

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: