All pink everything

Okei fáum eitt á hreint..ég elska bleikt! Er algjörlega bleik í gegn og fell yfirleitt alltaf fyrir öllu sem er bleikt. Á myndinni hérna fyrir ofan eru nokkrir af þeim bleiku hlutum sem leynast heima hjá mér og svo langaði mig aðeins að segja ykkur frá nokkrum bleikum vörum sem mér finnst æði!

Á myndinni sjáið þið til dæmis bleiku buxurnar mínar, bleiku snyrtitöskuna mína, bleiku Real Techniques burstana mína, nokkur bleik naglalökk og ýmislegt fleira bleikt og krúttlegt! Ruslatunnan mín er meirasegja bleik!

IMG_9298

 Þetta hreinsivatn frá L’oreal byrjaði ég að nota fyrir tvem vikum síðan og finnst það eiginlega bara miklu meira en snilld! Það er bæði fyrir augu og andlit, en ég hef áður sagt ykkur frá augnfarðahreinsinum sem ég hef verið að nota frá L’oreal, og mér hefur alltaf fundist vera sá eini sem virkar almennilega og mig svíður ekki í augun af. Mér finnst nefnilega ótrúlega erftitt að finna augnfarðahreinsa sem svíða ekki neitt því ég er með mjög viðkvæm augu, og þessvegna var ég frekar smeyk að prófa að nota hreinsivatnið á augun á mér. En ég ákvað að prófa og komst að því að það virkar ekki bara alveg jafn vel og augnfarðahreinsirinn heldur svíður það ekki neitt, og mér finnst stór plús að það megi nota það líka á andlitið til að taka af farðann!

IMG_9303

Allra mest bleika naglalakkið mitt er númer 827 frá L’oreal og heitir Acid watermelon. Það er alveg skærbleikt og extra stelpulegt. Ég fæ mjög oft spurningar um það þegar ég er með það á mér og svo nota ég það óspart á tásurnar!

IMG_9310

Ég hef áður sagt ykkur frá skrúbbnum úr Pink grapefruit línunni frá Neutrogena, en ég er búin að vera að nota hann í einn og hálfann mánuð núna og algjörlega dýrka hann! Hann hreinsar ótrúlega vel án þess að vera of grófur, og svo er æðisleg lykt af honum líka. Kremhreinsirinn úr sömu línu er líka kominn í uppáhalds skúffuna og ég nota hann á hverjum morgni, finnst hann hreinsa svo vel án þess að þurrka og svo fæ ég ekki nóg af þessari lykt.

IMG_9325

Bleiki naglalakks-potturinn frá Maybelline er mjög mikið notaður heima hjá mér enda ein mesta snilld sem ég hef kynnst. Þetta er semsagt til að taka naglalakk af fingrunum en maður stingur bara nöglinni ofan í svampinn í pottinum og snýr í nokkra hringi og þá er naglalakkið farið! Einfaldar lífið töluvert þegar maður er alltaf að skipta um naglalakk.

IMG_9316

Allra bleikasti og krúttlegasti varaliturinn minn er númer 900 frá Maybelline og heitir Pink pop. Hann er mjög þekjandi og alveg skærbleikur. Mér finnst hann æði fyrir sumarið og er búin að nota hann mikið þegar mig langar að vera með áberandi varir. Svo er snilld að eiga Retractable lip brush frá Real Techniques til að bera hann (og alla aðra varaliti) á!

xxx

 

6 Comments on “All pink everything”

  1. Ég finn hvergi grapefruit línuna, í hvaða búð fannstu þetta? ég heyrði hagkaup en sá ekki í hagkaup í skeifunni t.d. 😦

    Like

    • Hmm hún á að vera til í öllum Hagkaupsbúðum og apótekum líka, veit reyndar að hún seldist upp um daginn en ætti að vera að skila sér aftur á alla sölustaði 🙂

      Like

  2. Pingback: Ég elska: Micellar hreinsivatnið frá Garnier | gyðadröfn

  3. Pingback: Ég elska: Micellar hreinsivatnið frá Garnier | Gyða Dröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: