Uppskrift: Ítalskt avocado spaghetti

Ég er með óstöðvanlegt æði fyrir avocado..get bara ekki hætt að borða það! Sem betur fer er það fullt af vítamínum og góðum efnum, og mér finnst það hafa svo ótrúlega góð áhrif á húðina mína. Ég eldaði alveg ótrúlega einfalt pasta í gær og notaði avocado í dressinguna, ofboðslega fljótlegt en rosalega gott!

Image

 

Við mamma vorum alveg sérstaklega svangar þegar við vorum að elda pastað svo við útbjuggum okkur forrétt sem samanstóð af ferskum niðurskornum tómötum, avocado, ferskum mozarella og basilíku. Við skárum allt niður í sneiðar og röðuðum ofan á hvort annað, aðeins of gott og snilldar forréttur ef þið eruð með partý eða matarboð!

 

Image

 

Ég nota heilhveiti spaghetti af því mér finnst það betra á bragðið og betra í magann, en þið getið notað hvort sem er venjulegt eða heilhveiti í þessa uppskrift. Ég skellti öllu í dressinguna bara í blandara og mældi það ekkert, en ég held að hlutföllin hafi verið sirka svona:

3 lítil avocado

2-3 msk. ólívuolía

1-2 msk. sítrónusafi

15-20 lauf af basilíku

Spaghetti fyrir 2-3

2-3 ferskir tómatar, niðurskornir

Ég set í blandara avocado, ólívuolíu, sítrónusafa og basilíku og blanda þangað til þetta er orðið að mjúku mauki. Smakkið endilega til og bætið við basilíku eða sítrónu eftir því sem ykkur finnst. Á meðan er spaghettíið soðið og þegar það er tilbúið er vatninu hellt af. Næst helli ég maukinu saman við spaghettíið og hræri tómötunum samanvið. Tilvalið að bera fram með heitu hvítlauksbrauði!

Image

 

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: