5 uppáhalds í júní!

Æi já ég veit að júni er ekki alveg búinn..en ég er bara svo spennt að segja ykkur frá uppáhalds vörunum mínum sem voru mikið notaðar í þessum mánuði!

Image

 Efstir á blaði verða klárlega að vera baby lips varasalvarnir sem komu til landsins í mánuðinum. Er búin að nota þá endalaust mikið og get eiginlega ekki ákveðið hver er uppáhalds..mér finnst guli æði þegar sól er úti þar sem hann innihelur sólarvörn, og svo finnst mér græni með myntulyktinni ótrúlega frískandi og fjólublái er líka alveg ofsalega fallegur. Æi þeir eru allir frábærir, elska þá!

Image

 Það er búið að vera svo ofboðslega gott veður hér á Akureyri seinustu vikur og mikil sól. Svoleiðis veður kallar á léttari farða og mikilvægast af öllu, sólarvörn! Mér finnst þetta krem frá Garnier vera algjör snilld, það er með SPF20 og er ótrúlega létt og gefur húðinni fallegan ljóma. Það frískar uppá þreytta húð og ég skelli því alltaf á mig áður en ég fer út í sólina.

Image

 Þessir augnpúðar frá Iroha eru búnir að vera mjög vinsælir eftir að ég bloggaði um þá um daginn og það er klárlega ástæða til! Það má nota þá undir augun og í kringum varir til að stinna húðina og vinna á fínum línum. Þeir eru algjör snilld við dökkum baugum og fríska upp á húðina undir augunum.

Image

 Kaffiskrúbburinn minn, eða buttlift skrúbburinn eins og ég kallaði hann, er búinn að vera í stöðugri notkun síðan ég bjó hann til fyrr í mánuðinum. Hann er svo mikið æði! Það er líka svo sniðugt að eiga hann í frystinum því hann skemmist ekkert og auðvelt að nota hann þegar maður getur haldið á stykkinu í hendinni. Uppskriftin er hér á síðunni undir Uppskriftir>Fyrir útlitið.

Image

 Þessa líkamsolíu fékk ég fyrir um viku síðan og er alveg að elska hana. Ég er nefnilega alltof löt við að bera á mig líkamskrem því mér finnst það taka svo mikinn tíma ef maður ætlar að bera á allann líkamann. Þessvegna finnst mér rosalega þægilegt að geta bara úðað á mig olíu eftir sturtu, og svo er ég líka svo hrifin af því að nota olíur á húðina. Lyktin af henni er líka æði!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: