Uppskrift: Kökudeigsbitar og hreinn kökudeigs-ís!

Uppáhalds ísinn minn er án efa cookiedough vanilluísinn frá Ben and Jerry’s. Ég bara elska hrátt kökudeig. Alltaf þegar ég baka er ég eiginlega orðin södd af deigi áður en kakan er til, ég bara get stundum ekki hamið mig! Ég datt niðrá snilldar uppskrift af hollum kökudeigsbitum um daginn þeir voru svo góðir að ég ákvað að búa til eftirhermu af cookiedough ísnum, sem er töluvert hollari en fyrirmyndin.

Image

 Ég bý reglulega til mína eigin möndlumjólk, en það er alveg ótrúlega lítið mál! Ég drekk ekki venjulega mjólk og finnst því frábært að eiga möndlumjólkina og ég nota hana mikið í þeytinga og grauta. Til að búa hana til þarf bara möndlur og vatn, en ég legg möndlurnar í bleyti yfir nótt áður en ég bý til mjólkina. Ég set í blandara 1 bolla af möndlum og 4 bolla af vatni (samt ekki vatninu sem möndlurnar eru búnar að liggja í), og blanda í smá stund. Svo helli ég mjólkinni í gegnum klút og kreisti allann vökvann úr kjötinu sem verður eftir.

Image

 Mér finnst alltaf svo ótrúlega mikil sóun að henda möndlukjötinu sem verður eftir þegar mjólkin er síuð, svo ég ákvað að reyna að finna not fyrir það! Útkoman eru þessir dásamlega góðu kökudeigsbitar, en það þarf reyndar að þurrka möndlukjötið áður en það er notað. Ég dreyfði úr mínu á viskastykki og leyfði því að vera í sólinni í 1 dag, en það er líka hægt að stilla ofninn sinn á mjög lágan hita, dreifa úr því á bökunarplötu og leyfa því að þorna í svona klukkutíma. Möndlukjötið er aðeins öðruvísi en möndlumjöl því að mikið af næringarefnunum úr því verður eftir í mjólkinni, svo það virkar ekki alveg í staðinn fyrir möndlumjöl. Ég hef ekki prófað að gera þessa uppskrift með möndlumjöli eins og maður getur keypt útí búð en það er alveg örugglega hægt að nota það í staðinn!

Image

 Í uppskriftina þarf:

1 bolla möndlukjöt eða möndlumjöl

6 matskeiðar möndlusmjör

1/4 bolla kókosolíu (mjúka)

1/4 bolla hlynsíróp

2 tsk. vanillu (dropa, stevíu, duft, hvað sem þið viljið)

1/4 tsk. salt

Súkkulaðibitar eftir þörfum

Ef þið eruð að nota möndlukjöt (sem verður eftir þegar möndlumjólk er búin til) þarf að þurrka það alveg, og setja svo í matvinnsluvél eða blandara og blanda þar til það er orðið að mjöli, venjulegt möndlumjöl fer bara beint ofan í. Næst set ég möndlusmjörið, hlynsírópið, kókosolíuna, vanillu og salt ofan í og blanda vel þangað til þetta er orðið að klístruðu deigi. Næst hnoða ég litlar kúlur úr deiginu og þrýsti þeim svo niður á bökunarplötu svo þær verði eins og litlar kökur og ýti svo súkkulaðibitunum niður í kökuna. Ekki hafa áhyggjur þó að þeir virðist mjög fitugir fyrst, það er bara því kókosolían er mjúk og lagast þegar það er búið að kæla þá. Ég setti mína í frystinn og eftir sirka klukkutíma voru þeir orðnir fínir til að borða þá. Mér finnst best að geyma þá svo í frystinum og borða þá beint úr honum, en það má líka geyma þá í kæli.

Image

 Kökudeigsbitarnir voru það mikil snilld að ég ákvað að prófa að blanda þeim við bananaísinn sem ég geri oft, en hann er bara úr banana! Ég sker banana niður í þykkar sneiðar og frysti, og þeyti svo í matvinnsluvél þangað til hann verður að ís, ekkert annað! Ég skar kökudeigsbitana frekar gróft niður og hrærði við ísinn, sem ég setti svo aftur inní frysti, og tók út rétt áður en ég ætlaði að borða hann. Alveg ótrúlega gott og svolítið mikið hollari útgáfa en þessi frá Ben og Jerry vinum mínum!

xxx

3 Comments on “Uppskrift: Kökudeigsbitar og hreinn kökudeigs-ís!”

  1. Pingback: Uppskrift: Kakóhúðaðar möndlur á mánudegi | gyðadröfn

  2. Pingback: Uppskrift: Kakóhúðaðar möndlur á mánudegi | Gyða Dröfn

  3. Pingback: Uppskrift: New year new me boost! | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: