Tips fyrir mjúka og fallega fætur!

Ég dag er nú aldeilis góður dagur til að vera fæturnir mínir! Ég nefnilega á það til að gleyma að hugsa um húðina á fótunum, og ég held að það eigi við um mjög marga. Þegar sumarið kemur og manni langar að fara í fallega opna skó, er ekkert rosalega flott að vera með þurra og sprungna hæla, og það getur líka orðið mjög sársaukafullt ef hælarnir springa. Ég ákvað að dekra aðeins við fæturna mína í dag og það þarf ég algjörlega að gera oftar!

Image

 Ég prófaði þennan fótamaska frá Iroha fyrir rúmri viku síðan. Hann á að hjálpa til við að endurnýja húðina á fótunum og fjarlægja sigg. Á pakkanum stendur að hann sé mjög virkur svo ég var ofsalega spennt að prófa og sjá útkomuna. Maður finnur ekki beint fyrir virkninni meðan maður er með hann á sér en mér fannst mýkja mjög vel þegar ég tók hann af.

Image

 Eftir 7 daga var ég eiginlega alveg búin að gefa upp vonina að hann hefði eitthvað virkað, því ég sá eiginlega engann mun. En svo alltíeinu í gær (8 dögum seinna) tók ég eftir því að öll húðin á fótunum var byrjuð að endurnýja sig, og ég var eiginlega eins og snákur að fara úr ham! Ég skellti fótunum í fótabað og náði mér í einn kubb af kaffiskrúbbnum mínum í frystinn (uppskrift hér: https://gydadrofn.com/2014/06/08/uppskrift-buttlift-bodyskrubburinn-minn/ ) og byrjaði að skrúbba. Kaffiskrúbburinn er frábær til að nota neðan á fæturna og það er extra þægilegt að geta haldið á honum og skrúbbað allstaðar á milli tánna.

Image

 Eftir að ég var búin að skrúbba mestalla dauðu húðina af fótunum bjó ég til fótanæringu úr banana og ólívuolíu. Bananinn minn var svona líka fallega brúnn, en mér finnst langbest að nota svona mikið þroskaða banana í uppskriftir því þeir eru svo mjúkir að það er ekkert mál að stappa þá. Ég stappaði bananann í skál og bætti við 2 matskeiðum af ólívuolíu. Næst fékk ég mér 2 ágætlega stóra plastpoka og hellti helmingnum af blöndunni í hvorn pokann. Svo klæddi ég fæturna í pokana og fór í þrönga nælonsokka utan yfir og leyfði næringunni að virka í 15 mínútur, og skolaði hana svo af í sturtunni. Eftir það gat ég nánast bara þurrkað alla dauðu húðina af með grófu handklæði! Næringin hjálpar til við að mýkja þá hörðu húð sem er eftir svo það er ekkert mál að ná henni allri af.

Image

 Í endann er svo tilvalið að setja á sig uppáhalds fótakremið ykkar eða eitthvað þykkt næringarríkt krem. Ég notaði þetta krem frá Neutrogena sem mér finnst æði á mjög þurra húð, ótrúlega næringarríkt! Fæturnir mínir fengu algjört makeover og eru eins og nýjir, þetta fótadekur verður klárlega fastur liður hjá mér framvegis!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: