Meiri krukkugrautar!

Ég er búin að prófa endalaust margar uppskriftir af krukkugrautum seinustu daga og fékk spurningar um fleiri uppskriftir svo mig langar að sýna ykkur tvær sem ég prófaði um helgina og heppnuðust ótrúlega vel! Mér finnst svo ótrúlega sniðugt að búa til svona og eiga í ísskápnum og það er endalaust hægt að búa til nýjar bragðtegundir, bara nota hugmyndaflugið!

Image

 Ég rakst á fersk íslensk hindber í Bónus um daginn og bara gat ekki sleppt því að kaupa þau! Þau eru alveg ofboðslega góð svona fersk en annars er alveg í lagi að nota frosin í uppskriftina. Ég er búin að komast að því að mér finnst betra að nota tröllahafra í grautana mína, afþví mér finnst hafrar svo svakalega góðir að mér finnst gott að finna alveg fyrir flögunum. Það er bara smekksatriði hvort þið notið tröllahafra eða venjulega en með venjulegum höfrum verður þetta aðeins meiri grautur. Krukkurnar sem ég nota eru stærri gerðin af kókosolíukrukkum (frá Sollu) og þær eru alveg ágætar, mega ekki vera mikið stærri, en mestu máli skiptir að þær séu ekki mjög mjóar.

Image

 Uppskriftirnar tvær eru af banana, karamellu möndlu krukkugraut og svo jarða- og hindberja krukkugraut. Ég gerði banana grautinn mjög matarmikinn því ég ætlaði að borða hann í hádeginu þannig ef þið ætlið að borða hann í morgunmat finnst ykkur uppskriftin kannski of stór, en það er ekkert mál að minnka bara magnið. Í uppskriftinni er möndlumjólk, ég bý til mína eigin (það er ekkert mál!) en það er ekkert mál að kaupa hana útí búð eða þá nota venjulega mjólk eða soya eða hvaða tegund sem er! Jógúrtin sem ég nota er laktósafrí AB jógúrt (frá Örnu) en það má nota hvaða jógúrt sem er, eða þá skyr (og þynna það þá aðeins með mjólk).

Image

 Jarða og hindberja krukkugrautur:

1/3 bolli hafrar

1 lítil dós jarðaberjajógúrt (sirka 2/3 bollar)

1 tsk. chia fræ

Jarðaber (ég notaði frosin)

Hindber (ég notaði fersk)

Hrærið saman höfrum, jógúrt og chia. Hellið helmingnum í botninn á krukkunni ykkar og dreifið jarðaberjum og hindberjum yfir. Hellið afgangum yfir og setjið meiri ber efst. Geymið yfir nótt í ísskáp, geymist 2-3 daga í lokaðri krukku.

Image

 Banana karamellu krukkugrautur:

1/2 bolli hafrar

1 lítil dós karamellujógúrt

1 tsk. chia fræ

2 msk. möndlumjólk

1 banani

Möndlur

Hrærið saman höfrum, jógúrt, mjólk og chia. Hellið helmingnum af blöndunni í botninn á krukkunni ykkar og raðið bananasneiðum meðfram og ofaná. Stráið söxuðum möndlum yfir. Hellið restinni af hafrablöndunni yfir og raðið bananasneiðum eins og stráið möndlum yfir í lokin. Geymið í ísskáp yfir nótt, geymist í 2-3 daga í lokaðri krukku.

xxx

10 Comments on “Meiri krukkugrautar!”

  • Það er alveg ótrúlega einfalt! Ég læt möndlurnar liggja í vatni yfir nótt, og set svo 1 bolla af möndlum á móti 4 bollum af vatni í blandara og blanda vel. Svo helli ég mjólkinni í gegnum mjög fínt sigti eða klút og kreisti allann vökvann úr möndlukjötinu sem verður eftir. Mjólkin geymist í sirka 4 daga í kæliskáp 🙂

   Like

  • ég borða mjög oft ekki morgunmat fyrr en um 10 leytið og þá fæ ég mér svona, og svo borða ég þá líka mjög oft í hádeginu 🙂 En í góðu lagi sem morgunmatur!

   Like

 1. Pingback: Bloggið 1. árs: Besta uppskriftin fyrir magann | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: