Að missa mig yfir: Freistingar!
Óóó hvar á ég að byrja með þessar kökur? Ég ELSKA þær. Það er fátt sem að gerir líf mitt betra þessa dagana en yndislegu freistingarnar frá Organic! Fékk algjört æði fyrir þeim fyrir um 2 vikum og hef eiginlega ekki getað hætt að borða þær síðan, enda ekki ástæða til!
Get ekki annað en brosað með dásamlega Draumafreistingu í hendinni! Ég fór nefnilega svolítið að spá í hráfæði (raw food) um daginn, en það eru þónokkuð margir farnir að tileinka sér þann lífstíl. Mér finnst nefnilega alveg rosalega mikilvægt að maturinn sem ég er að borða sé ekki bara góður á bragðið, heldur líka góður fyrir mig!
Rakst á þessa mynd á netinu um daginn og er svo sammála skilaboðunum sem koma fram, við nefnilega erum það sem við borðum og allt sem við borðum hefur áhrif á okkur! Afhverju ekki að reyna að fá sem allra mest af góðum efnum úr matnum sem við erum að setja í magann okkar? Sjálf er ég með ofsalega viðkvæmann maga og verður illt í maganum af ansi mörgu. Ég finn alveg hellings mun eftir að ég byrjaði að borða meira af “hráum” mat og mér finnst það hjálpa meltingunni helling!
Þessvegna eru þessar hráfæðiskökur algjör himnasending! Þær eru svo óendanlega ljúffengar og innihalda bara góð, lífræn hráefni! Draumafreistingin er 100% raw og hnetu er 92% raw, sem er klárlega kostur hvort sem maður er að borða hráfæði eða bara langar í eitthvað gott sem er líka gott fyrir mann! Ég elska að grípa mér svona í millimál! Mér finnst ég oft vera í vandræðum að finna mér eitthvað að borða á tímanum á milli hádegis- og kvöldmatar, þá er einhvernveginn svo stimplað inní fólk að þá sé “kaffitími”, og honum fylgir oftast kex eða kökur og fleira óhollt. Þá finnst mér miklu betra að stökkva í næstu verslun og ná mér í hráfæðisköku!
Draumafreistingin er hreint út sagt dásamleg og kremið er alveg to die for! Hún inniheldur bara 8 innihaldsefni og endalaust af góðum næringarefnum og próteinum. Ein svona sneið er líka bara 184 kaloríur en fullnægjir algjörlega sætindaþörfinni!
Hnetufreistingin er líka æðislega góð en hún er 45% hnetur og möndlur. Súkkulaðikremið er æði og sneiðin er bara 190 kaloríur!
Ef að þið eruð ekki búin að smakka mæli ég hiklaust með að kippa þeim með í næstu verslunarferð (ég geri mér reyndar oftast sérferð þar sem þær klárast mjög fljótt á mínu heimili)!
xxx
Hvar fær maður svona ? 🙂
Kv. Edda
LikeLike
Færð þær í Hagkaup og Nettó! 🙂
LikeLike
Vá hvað þetta er aðeins of hryllingslega augljóst sponsuð bloggfærsla ;s
LikeLike
Æi leiðinlegt ef þú lítur á það þannig! Ég skrifa nefnilega alltaf frá hjartanu:)
LikeLike
Þessi anonymous hér fyrir ofan hefur greinilega aldrei smakkað þessar freistingar! Bilaðslega gott, hélt reyndar að kaloríurnar væru fleiri, mun klárlega fá mér þetta oftar núna þegar ég veit betur 🙂
LikeLike
já nefnilega! lýg engu með hvað þær eru góðar!! 🙂 en já kom mér nefnilega líka á óvart og þessvegna ákvað ég að deila gleðinni! 😉
LikeLike