Uppskrift: Tropical krukkugrautur
Mér finnst svo mikil snilld að búa mér til morgunmatinn minn kvöldinu áður, þar sem ég á það alveg til að vera örlítið (mikið) sein á morgnanna..þá getur maður bara gripið hann með sér og þarf ekki að vera að vesenast á morgnanna! Ég bjó til þessa snilld í gærkvöldi og hún heppnaðist svo vel að ég verð eiginlega að deila með ykkur uppskrift!
Ég er búin að vera að prófa mig áfram með svona krukku-hafragraut sem stendur yfir nóttina í ískápnum og þarf ekki að elda. Það er hægt að gera margar útgáfur en þessi var alveg sérlega góð! Ég notaði frosna ávexti í minn en það er líka ótrúlega gott að nota ferska ef maður á. Grauturinn geymist í ískáp í 2-3 daga svo það er jafnvel hægt að gera tvöfalda uppskrift fyrir 2 daga í einu!
Í hann fer:
1/3 bolli hafrar
2/3 bolli létt AB mjólk með framandi ávöxtum
1 tsk. chia fræ
Ananas (ég notaði frosinn)
Mangó (ég notaði frosið)
Kókosmjöl eða flögur
Hrærið saman höfrum, AB mjólk og chia í skál. Finnið meðalstóra krukku og setjið helminginn af blöndunni í botninn. Dreifið næst yfir ananas, mangó og kókos. Hellið restinni af blöndunni yfir og setjið meiri ananas, mangó og kókos. Lokið krukkunni og geymið yfir nótt!
Gæti ekki verið sáttari nývöknuð með snilldina!
xxx
Er búin að skoða allar uppskriftirnar þínar fyrir krukkugrauta og er alveg að deyja, lítur allt svo ofboðslega vel út! En ég var að velta því fyrir mér hvar þú fékkst krukkurnar… s.s. hvort að þú hafir fengið þær einhvers staðar sérstaklega eða hvort að þetta séu endurnýttar krukkur. 😉 🙂
LikeLike
Þessi sem er á myndinni hér er endurnýtt, og þær eru það flestar 🙂 Minnir að þessi sé undan ólívum frá Euroshopper, frekar stór 🙂 Í sumum hinum uppskriftunum (t.d. þessari af krukkugraut með banana og kaffi) nota ég krukkur með krækju og svona gúmmí til að gera þær loftþettar, sem fást t.d. í Ikea 🙂
LikeLike