Að missa mig yfir: Iroha augnpúðar
Vá ég bara má til með að segja ykkur frá einni snilld sem ég prófaði í gær!
Þetta eru svona púðar sem má nota undir augun og í kringum varirnar til að vinna á fínum línum og dökkum baugum. Ég setti þá á mig í gærkvöldi og hafði þá á í 15 mínútur og vá! Ég fór strax að sofa en svo tók ég eftir því í morgun að allt svæðið undir augunum mínum er miklu bjartara! Var eiginlega ekki alveg að trúa hvað það var mikill munur eftir þetta eina skipti. Ég er nefnilega alveg háð því að nota ljósan hyljara með ljóma í undir augun því það gerir svo mikið fyrir heildarlúkkið að vera með bjart augnsvæði. En í morgun var næstum því eins og ég væri búin að setja hann á mig þegar ég var nývöknuð.
Það stendur aftan á pakkanum að það sé mælt með að nota þá einu sinni í viku sem meðferð við dökkum baugum og línum og ég ætla klárlega að kaupa mér fleiri og nota næstu vikur! Púðarnir fást allavega í Hagkaup og apótekum líka held ég (kosta 349kr í Hagkaup). Mæli hiklaust með að prófa!
xxx