Myndablogg: Úr íbúð í herbergi
Nýlega flutti ég úr litlu sætu íbúðinni minni tímabundið heim til elsku mömmu í gamla herbergið mitt. Það getur alveg verið erfitt að fara úr heilli íbúð í bara eitt herbergi en ég er búin að koma mér ótrúlega vel fyrir og langar að sýna ykkur nokkrar myndir!
Malm kommóðan mín úr Ikea fær að nýtast sem snyrtiborð.
Ég nota Skubb einingar úr Ikea ofan í skúffurnar til að flokka snyrtidótið mitt.
Veit fátt betra en að dunda mér hér!
Svarta skálin er Maribowl frá Iittala og stóra skálin er úr Ikea og þær fá að geyma fallegu naglalökkin mín.
Fallega hvíta skartgripatréið, sem sést varla í lengur fyrir hálsfestum, er svo sniðugt til að geyma stór hálsmen!
Mér finnst matta fjólubláa kertið svo ótrúlega fallegt, fæst í Bónus!
Ég elska birtuna sem kemur af þessum Ikea lampa, kostar minnir mig um 4000kr og gerir svo ótrúlega kósý!
Ég elska þennan bekk úr Rúmfó því körfurnar nýtast svo vel undir allskonar klúta, belti og fleira!
Ég fékk þessa snilldar fataslá í Ikea, það er alveg ótrúlegt hvað það kemst mikið fyrir á henni og svo er skógrind neðst!
Loksins fékk svo fallega ljósakrónan mín sem ég föndraði að fara upp! Ég sá hana á blogginu hjá Sylvíu Briem (linkur hér: http://sylviabriem.wordpress.com/2013/12/23/fondur/ ) og bara varð að prófa! Hún er ótrúlega einföld en frekar tímafrek en alveg þess virði!
xxx