Uppskrift: Buttlift bodyskrúbburinn minn!
Þið hafið örugglega margar heyrt um kaffiskrúbba fyrir líkamann. Ég er búin að vera að prófa mig áfram með nokkra og er núna búin að finna þá útgáfu sem mér líkar best við og langar að deila með ykkur!
Það er ástæða fyrir að ég kalla hann buttlift skrúbb, hann nefnilega gerir einmitt það, lyftir og gerir húðina stinnari. Hann er eiginlega bara alveg eins og kaffibolli fyrir húðina! Mér finnst alveg ótrúlega þægilegt að frysta hann í klakamót, því þá get ég notað hann eins og sápustykki til að skrúbba þau svæði sem þarf. Miklu þægilegra að geta haldið á honum í hendinni heldur en að hafa hann í krukku og vera alltaf að fara með hendina ofan í krukkuna. Þessi púsl klakamót úr Ikea eru líka í fullkomnri stærð og ég nota einn svona kubb í hverja sturtuferð. Passið bara að láta aðra meðlimi heimilisins vita af þeim í frystinum því á þessu heimili munaði litlu að hann væri borðaður þar sem hann lítur alveg eins og út og súkkulaði!
Hann inniheldur bara tvennt, malað kaffi og kókosolíu í hlutföllunum 1 á móti 2. Í minn fór:
150gr. Kókosolía
75gr. Kaffi
Byrjið á að bræða kókosolíuna alveg svo hún sé fljótandi og bætið svo kaffinu smám saman við. Blandan á að verða fljótandi en ef hún er of þykk er gott að hita smávegis meira af kókosolíu og bæta við. Blöndunni er svo hellt í klakaform og sett í frysti, og tekið út rétt fyrir notkun.
Skrúbburinn er mjög grófur og inniheldur fullt af koffíni og er því sérstaklega góður á vandamálasvæði eins og rass, læri, maga og upphandleggi en hentar alls ekki á viðkvæma húð eins og á bringunni. Ef að þið eruð með appelsínuhúð eða slappa húð er tilvalið að prófa þennan, og mér finnst hann gefa þreyttri húð algjörlega nýtt líf. Það getur verið pínu óþægilegt í fyrstu að skrúbba með honum því hann örvar blóðflæðið svo mikið en eftir smástund finnst mér það verða mjög þægilegt. Besti parturinn er svo að hann skilur eftir kókosolíu sem nærir húðina svo maður verður alls ekki þurr!
xxx
Pingback: Bloggið 1. árs: Besta uppskriftin fyrir útlitið | gyðadröfn