I ain’t saying she’s a golddigger..

Eitt af stóru make up trendum sumarsins sem mér finnst vera mjög áberandi í flestum merkjum fyrir er gull trendið! Í sumar snýst allt um að vera með þetta “glow” eða ljóma, svona þetta strandar-nýkominúrsólinni lúkk. Húðin mjúk og áferðafalleg og augu og varir frekar hlutlaust. Mig langaði að sýna ykkur þrjár vörur sem ég er nýbyrjuð að nota og eru tilvaldar til að ná þessu lúkki!

Image

 Fyrstu tvær vörurnar eru úr nýrri línu frá L’oreal sem heitir Nutri gold. Annað er næringarrík olía fyrir andlitið og hitt er olíukrem fyrir andlit. Línan er ætluð fyrir þær sem eru með normal-blandaða, þurra eða mjög þurra húð, en hún er eiginlega of olíumikil fyrir þær sem eru með feita húð. Hver kannast ekki við að húðin verður grá og litlaus þegar maður er undir miklu álagi og stressi? Mér finnst kremið og olían vekja húðina mína aftur til lífs og gefa henni alveg ótrúlega fallegan ljóma!

Image

 Ég elska að nota olíur á húðina, en vandamálið er oft að þær vilja sitja eftir á yfirborði húðarinnar og skilja eftir sig glansandi áferð. Þessi andlitsolía er sérstaklega frábær þar sem hún smýgur strax inní húðina og húðin verður svo ótrúlega mjúk! Ég nota olíuna á kvöldin á hreint andlit og svo kremið yfir. Á morgnanna finnst mér nóg að nota bara kremið, en það má alveg nota bæði! Kremið er svo ótrúlega fallegt undir förðun því það gerir húðina svo slétta og mjúka, sem auðveldar að dreifa jafnt úr farðanum!

Image

 Annað sem er algjör snilld þegar maður er búinn að vera þreyttur eða stressaður er nýja Miracle kremið frá Garnier. Eins og þið eruð kannski búin að taka eftir elska ég Garnier! Finnst þetta bara svo frábærar vörur og á svo ótrúlega góðu verði, þá getur maður kannski leyft sér að eiga aðeins fleiri krem en venjulega!

Image

 Kremið er eiginlega hvítt þegar það kemur úr túbunni en um leið og maður byrjar að nudda því á húðina kemur í ljós svona gylltur ljómi af því. Það má nota það eitt og sér eða yfir venjulega dagkremið þitt. Það er með SPF20 sem er frábært fyrir sumarið og tilvalið að skipta út vetrarfarðanum fyrir þetta létta krem! Mér finnst það alveg nóg eitt og sér ef maður vill vera náttúrulega farðaður með fallegan ljóma.

Image

xxx

2 Comments on “I ain’t saying she’s a golddigger..”

  1. Pingback: Uppskrift: Einfaldasti andlitsskrúbbur í heimi fyrir ljómandi húð | gyðadröfn

  2. Pingback: Ég elska: Skin Perfection frá L’oreal | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: