5 uppáhalds í maí!

Jæja kæru lesendur þá er bloggleysi seinustu daga vonandi afstaðið þar sem ég er loksins búin að flytja og koma mér fyrir! Mig langaði svo að byrja að taka saman í hverjum mánuði þær vörur eða hluti sem ég er að nota mest, því ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Þegar ég finn eitthvað sem mér líkar við fæ ég vanalega æði fyrir vörunni og nota hana endalaust, þannig núna langar mig að sýna ykkur uppáhöldin mín í maí!

Image

 Nýjasta varan í safnið verður eiginlega að vera fyrst á listanum, hún er bara of mikil snilld! Það er skrúbburinn úr nýju pink grapefruit línunni frá Neutrogena. Hann er alveg ofboðslega fínkornóttur og hentar því til daglegra nota, og ég bara elska hann! Lyktin af honum er líka æði.

Image

 Hunangs augndroparnir sem ég setti á bloggið um daginn eru alveg búnir að bjarga mér seinustu daga! Fyrst var ég pínu smeyk við að setja hunang í augað á mér, en eftir að hafa rekist á það á svo mörgum síðum ákvað ég að prófa! Og sé ekki eftir því, það er nefnilega algjört undraefni! Það er bólgueyðandi, sefandi og alveg náttúrulegt og hentar því einstaklega vel fyrir ofnæmisaugu!

Image

 Uppáhalds naglalakkið seinustu vikur er þetta ofboðslega sæta ljósbleika lakk frá Lauren B. Beauty sem ég pantaði mér á Ebay um daginn. Liturinn heitir City of angels og er einn flottasti ljósbleiki sem ég hef fundið, hann þekur líka svo ótrúlega vel að maður þarf alls ekki meira en 2 umferðir.

Image

 Ótrúlegt en satt þá er ég eiginlega bara búin að vera að nota 1 maskara seinustu vikur (er yfirleitt með svona 2-3 í gangi). Mér finnst bara nýji L’oreal maskarinn svo ótrúlega góður, er ekkert smá ánægð með hann. Ég elska gúmmíbursta á möskurum og mér finnst stærsti kosturinn við þennan hvað burstinn er lítill og nettur, og auðvelt að nota hann.

Image

 Ég panta mér ótrúlega oft svona lítil maskabréf til að prófa áður en ég kaupi mér stærri útgáfuna. Það er oftast mjög ódýrt og þá getur maður ákveðið hvort manni líkar við hann eða ekki áður en maður kaupir heila túbu eða dollu. Ég ætla samt pottþétt að kaupa mér stærri útgáfuna af þessum, Multivitamin maskanum frá Dermalogica. Hann er algjör snilld! Húðin verður svo ótrúlega falleg og mér finnst hann alveg gefa húðinni svona orkuboozt þegar hún er orðin þreytt og litlaus, elska hann! Hann fæst því miður ekki á Íslandi en ef þið eigið leið til útlanda (nú eða á netið) mæli ég með að kíkja á þetta merki!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: