Uppskrift: Mattar nammineglur í sumar!

Þið verðið að afsaka bloggleysið seinustu og næstu daga kæru lesendur, þar sem ég er á haus að pakka fallega heimilinu mínu niðrí kassa fyrir flutningar. En ég vona að þið fyrirgefið mér því ég er með alveg snilldar DIY fyrir ykkur! Vissuð þið að það er ekkert mál að búa til mattan topcoat fyrir neglurnar heima?

Image

 Það er svo ótrúlega margt sem við eigum flest í eldhúsinu hjá okkur sem nýtist í miklu fleira en matargerð. Það eina sem þarf til að búa til matt yfirlakk sem er hægt að nota yfir hvaða naglalakk sem er, er smá kartöflumjöl og glært naglalakk!

Image

 Þið hellið bara smávegis glæru naglalakki á lítinn disk eða plastlok, og svo smávegis af kartöflumjöli til hliðar. Byrjið svo á að dýfa naglalakkabursta í kartöflumjölið og síðan beint í naglalakkið og bætið við þangað til að allt hefur blandast vel og lakkið er orðið svona pínu þykkt. Þetta er svo hægt að setja ofaná hvaða naglalakk sem er til að gera það matt. Passið samt að það þarf að nota það strax, því það þykknar og þornar ef það bíður.

Image

Mér fannst tilvalið að setja matta yfirlakkið á þennan ofursæta ljós mintugræna lit frá L’oreal sem ég elska. Er með algjört æði fyrir ljósum pastel litum þessa dagana og finnst þessi bara einum of fallegur og minnir mig svo á brjóstsykur eða eitthvað nammi. Hann er númer 602 og heitir Perle de jade.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: