Góð ráð fyrir þreytt augu og uppskrift af augndropum!

Sunnudagar..endalaust ljúfir. Seinustu viku er ég búin að vera ofboðslega pirruð og þreytt í augunum eins og svo margir aðrir á þessum árstíma. Um leið og hlýnar fer frjókornaofnæmið að segja til sín og ég verð rauð og þurr í augunum. Þá þarf ég að fara að passa sérstaklega uppá augun mín og fer nánast ekki útúr húsi nema vopnuð augndropum!

IMG_0058

Ég bjó mér til þessa frábæru róandi hunangs augndropa. í þá fer 1 hluti af hunangi á móti 9 af vatni. Sjóðið vatnið og blandið saman við hunangið, ég hellti beint í flöskuna og notaði tannstöngul til að hræra. Passið alltaf þegar þið eruð að búa til eitthvað sem á að fara í augun að hafa allt hreint því það er mjög auðvelt að redda sér augnsýkingu ef maður fer ekki varlega. Ég notaði gamalt glas af augndropum sem ég hreinsaði ótrúlega vel og sótthreinsaði. Ykkur finnst kannski skrítin tilhugsun að setja hunang í augun ykkar en það hefur verið notað í áraraðir til að meðhöndla augnsýkingar. Það hefur róandi áhrif og andoxunarefni sem hjálpa augunum.

IMG_8199

Eitt það besta sem ég veit þegar ég vakna með bólgin og þrútin augu er þetta augnrollon frá Garnier. Það er svo ótrúlega frískandi og mér finnst það hreinlega draga í sig allann vökva sem safnast í kringum þreytt augu. Það er stálkúla fremst á því svo það er líka ótrúlega þægilegt að setja það á sig, og ég geymi mitt oft í ískáp til að hún sé alveg köld. Passið bara að nota það ekki í of miklu magni ef þið eigið til að vera þurrar í kringum augun, því ég finn alveg að ef ég nota það of oft þá þorna ég svolítið.

IMG_0027

Önnur snilld fyrir þreytt augu eru kaldir tepokar með grænu tei. Flestir hafa séð eða prófað að setja gúrkusneiðar á augun en tepokarnir eru eiginlega ennþá meiri snilld. Ég byrja á að sjóða vatn og nota þá til að búa til te, tek þá svo úr, set þá í plastpoka og inní ískáp. Mér finnst gott að setja mína í frystinn í smástund rétt áður en ég set þá á.

IMG_8181

Ég leyfi þeim að liggja á í 15-20 mínútur og finnst augun mín verða alveg endurnærð eftirá! Það eru svo mikið af andoxunarefnum og góðum vítamínum í jurtunum í græna teinu sem eru ótrúlega góð fyrir augun. Það inniheldur til dæmis C og E vítamín sem eru þekkt fyrir að vera mikilvæg fyrir góða augnheilsu!

IMG_8200

Annað ráð sem ég get gefið ykkur ef þið eruð með viðkvæm eða ofnæmisaugu er að nota ekki maskara sem eru extra svartir eða 100% svartir, því þeir innihalda sterkari litapigment en venjulegir svartir. Ég mæli líka með að prófa gúmmíbursta því að þeir aðeins hreinlegri þegar maður setur þá á en venjulegir burstar og myljast minna í augun. Ég finn allavega ofboðslega mikinn mun og verð miklu minna pirruð í augunum þegar ég nota gúmmíbursta! Ef ykkur vantar góðann maskara með gúmmíbursta get ég 100% mælt með Volume million lashes frá L’oreal, þetta er uppáhalds maskarinn minn og ég á alltaf einn svona í skúffunni!

xxx

5 Comments on “Góð ráð fyrir þreytt augu og uppskrift af augndropum!”

  1. Hæ hæ, ég er ótrúlega spennt að prófa þessa augndropa. Hef verið með þurrk og kláða í augum (er reyndar miklu betri eftir að ég hætti að nota sjampó með SLS). Hvernig sótthreinsaðir þú flöskuna?

    Like

    • hæhæ! já ég get alveg klárlega mælt með þeim, virkuðu allavega mjög vel fyrir mig! En ég lét nægja að skola flöskuna með svolitlu vatni. Ég notaði flösku sem var með augndropum í sem ég hellti niður, svo flaskan mín var ágætlega sótthreinsuð fyrir. En ég myndi halda að það væri bara sniðugt að strjúka flöskuna að innan með eyrnapinna sem væri búið að bleyta með sótthreinsandi efni, og strjúka svo aftur yfir með þurrum eyrnapinna og láta þorna vel. Annars er hunangið sótthreinsandi en ef þú ert með mjög viðkvæm augu er gott að sótthreinsa á undan:)

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: