Grænn djús sem þú færð i næstu matvörubúð!

Um daginn fékk ég algjört æði fyrir grænum djúsum enda eru þeir stútfullir af góðum næringarefnum og alveg ótrúlegt hvað þeir gefa manni mikla orku!

Image

 Núna er kominn nýr safi frá Floridana í virkni línunni sem heitir Floridana grænn og er úr eplum, spínati, ananas, kíví, mangó, engifer spirulína, hveitigrasi og chili! Mikið var ég spennt að smakka og varð ekki fyrir vonbrigðum, finnst hann ótrúlega góður. Mér finnst chilíið gefa honum alveg sérstakt bragð. Grænu safarnir eru ekkert endilega þeir girnilegustu en þeir eru samt svo ótrúlega góðir fyrir mann!

Image

 Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að koma ofan í sig miklu spínati með því að búa til svona djús, en í einni lítilli 330ml flösku eru heil 72gr. af spínati, öll hrúgan á myndinni! Spínat er alveg ótrúlega járnríkt og þar sem mjög margar konur á Íslandi þjást af járnskorti er alveg tilvalið að drekka svona safa til að fá járn úr spínatinu. Sjálf á ég mjög erfitt með að fá nóg járn þar sem ég borða nánast ekkert rautt kjöt og er þessvegna frekar blóðlítil. Engiferið, hveitigrasið og spirulína í drykknum er vatnslosandi og stútfullt af góðum efnum og chilíið hjálpar efnaskiptum líkamanns.

Image

 Þessir tveir eru alveg í uppáhaldi þessa dagana. Gojisafinn er svo ótrúlega góður og ég drekk mjög mikið af honum, enda gojiberin kölluð hamingjuber! Langar að benda ykkur á að margar tegundir af goji og öðrum berjasöfum á markaðnum hér innihalda mjög mikinn sykur, svo ég tek þennan klárlega framfyrir þá. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að lesa innihaldslýsinguna þegar ég kaupi mér safa því að mjög margir sem maður heldur að séu hreinir eru nánast helmingurinn sykur og vatn, en samt jafn dýrir.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: