Allt um: Brúðkaup ársins hjá Kimye!

Okei já ég er mjög hallærisleg þegar kemur að stjörnunum, og brúðkaupum..og KK er allra mesta uppáhalds! Pælið samt í því, hún er ein umtalaðasta kona heims, hefur fullt af peningum og völdum, og hvað er hún fræg fyrir? Ekki neitt! Besta markaðssetning ever ef þið spyrjið mig..annars hef ég mjög gaman af að fylgjast með henni og fjölskyldu hennar eins og svo margir aðrir, og er svona pínu að missa mig yfir brúðkaupi helgarinnar hjá henni og Kanye West. Slúðurpressur um allan heim keppast við að birta myndir og fréttir af brúðkaupsplönunum og ég er búin að liggja yfir þeim spennt seinustu daga.

Image

Kim og Kanye eru pínu mikið aðal parið í slúðurpressunni í dag. Og þegar ég frétti af bónorðinu fór ég svona pínu að gráta, djók! (samt ekki). Kanye bað Kim að giftast sér þegar þau voru bara tvö á risastórum fótboltavelli og spilaði undir lagið Young and beautiful með Lana del Rey, sem er eitt fallegasta lag sem til er (og textinn!). Þetta var í Október á síðasta ári og núna er loksins komið að brúðkaupinu á morgun!

Image

 Kimye ákváðu að gifta sig í Frakklandi og hefur tekist að halda nánast öllum brúðkaupsplönunum leyndum. Staðurinn sem þau völdu er Belvedere virkið í Flórens. Ótrúlega fallegt gamalt virki sem var byggt fyrir Medici ættina og notað fyrir herinn til að vernda Flórens. En þegar maður er KK þá velur maður ekki bara einn stað..þau byrjuðu daginn á brunch heima hjá engum öðrum en Valentino rétt fyrir utan París og fóru þaðan í kvöldverð í Versalahöllinni, einni fallegustu byggingu sem til er að mínu mati! Brúðkaupsliðinu verður svo flogið til Flórens fyrir aðal kvöldið á morgun. Gestalistinn mun ekki verða mjög langur og Kim vildi halda brúðkaupinu litlu og hafa bara nánustu vini. Ef að þið eruð að fylgjast með Kardashian systrunum á Instagram eins og ég eruð þið væntanlega búin að sjá allar Frakklands myndirnar þeirra..ég grenja!

Image

 Versalahöllin þar sem að fyrir-brúðkaups kvöldverðurinn var haldinn.

En stærsta spurningin og mesta spennan er að sjálfsögðu í kringum kjólinn hennar Kim! Hún sagði í Vogue viðtalinu sem hún og Kanye fóru í fyrir um mánuði síðan að hún myndi vera í fleiri en einum kjól, enda ekki við öðru að búast. Hönnuðurnir Valentino og Vera Wang eru oftast nefndir þegar kemur að því að spá í kjólnum og persónulega held ég að hún velji Wang til að vera í sjálfri athöfninni, en það kemur allt í ljós. Það er allavega ljóst að kjólarnir verða pottþétt ekki venjulegir og settlegir, enda Kim ekki þekkt fyrir að fylgja straumnum þegar kemur að tísku. Mjög líklega verða allar systur Kim (Kourtney, Khloe, Kendall og Kylie) brúðarmeyjar en svaramaður Kanye er ekki alveg á hreinu, en margir hafa giskað á Jay Z. Fósturpabbi hennar, Bruce Jenner, mun fylgja henni að altarinu.

Image

 Vogue forsíðan hjá Kimye sló aldeilis í gegn og blaðið er eitt það mest selda í Bandaríkjunum. Kanye er víst einstaklega rómantískur og það kæmi ekki neinum á óvart ef að Lana del Rey myndi syngja í brúðkaupinu. Mér finnst æði hvað þeim er búið að takast að halda öllu leyndu og ég held að brúðkaupið þeirra verði alveg ótrúlega rómantískt og fallegt, enda bíður staðsetningin algjörlega uppá það. Kim ætlar að taka upp West nafnið en samt halda sínu líka og verða því Kim Kardashian West.

Image

 Kanye, Kim, Kris og North West í leiðinni í brunch hjá Valentino. 

Úff þau eru öll svo mikið fabulous..Kim er í gullfallegum fiðrildakjól frá Valentino sjálfum en ef þið spyrjið mig finnst mér Kanye algjörlega stela senunni með þessum sjúklega flottu bláu jakkafötum, og leðurskyrtunni!!

Ég mun sitja mjög spennt fyrir framan tölvuna á morgun að fylgjast með fréttunum um leið og þær koma inn, get líka ekki beðið eftir að sjá make up lookið hjá Kim sem verður alveg pottþétt alveg gallalaust og fullkomið.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: