Avocado fyrir húðina, innan sem utan!

Seinustu viku hef ég verið með algjört æði fyrir avocado og yoga, sem passar mjög vel saman. Ég tók eftir því fyrir sirka 2 vikum að húðin mín var byrjuð að verða pínu þurr enda var ég ekkert sérstaklega búin að vera að passa uppá matarræðið, og mér finnst það alltaf sjást fyrst á húðinni. Ég ákvað að fá mér avocado til að fríska uppá húðina og hef verið með æði fyrir því síðan!

Image

 Ég og avocado erum in love! Ég er búin að borða það núna á nánast hverjum degi í tvær vikur og vá! Þvílíkur munur á húðinni minni. Avocado eru svo stútfull af góðum náttúrulegum olíum og vítamínum fyrir húðina, hárið og heilsuna almennt. Það er líka ótrúlega trefjaríkt og gott fyrir meltinguna og heldur manni söddum lengur. Semsagt algjör ofurfæða!

Image

 Mörg ykkar hafa örugglega séð uppskriftina af avocado andlitsmaskanum sem ég setti inn um daginn (slóðin hér: https://gydadrofn.com/2014/05/04/uppskrift-subbulegur-andlitsmaski-fyrir-ljomandi-hud/ ). Hann er einn allra besti andlitsmaski sem ég veit um og alltaf þegar húðin mín er þreytt eða litlaus set ég hann á mig og finnst hann alltaf jafn frábær.

Image

 Eina vesenið við avocado er hinsvegar að velja rétt þroskað! Það er fátt verra en óþroskað og hart avocado..en ég reyni alltaf að passa að það sem ég vel sé mjúkt og gefi eftir, eins og svampur. Ef að það er eins og það sé komið loft undir börkinn er það sennilega of mikið þroskað.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: