Þegar ég ferðast..

Á ég alveg ofboðslega erfitt með að taka með mér lítinn farangur! 20kg ferðataska er bara standad fyrir eina helgi að heiman.. Getur stundum verið mjög pirrandi að kunna ekki að pakka litlu og burðast með farangur útum allt, en ég er svona að reyna að læra að hemja mig, getur verið ótrúlega erfitt samt!

Image

 Fer aldrei mjög langt án þess að vera með hárbursta með mér og ég dýrka þennan tangle teezer í ferðastærð. Keypti hann einhverntímann í flugvélinni þegar ég fór til útlanda og elska líka að hann sé gullitaður! Svo eru real techniques ferðaburstarnir mínir alltaf í töskunni, svo ótrúlega hentugt að geta lokað þeim og hent þeim í handtöskuna.

Image

 Þar sem að ég er alltaf að gera tilraunir til að taka minna dót með mér (með misjöfnum árangri), hef ég sett mér það markmið að taka bara með mér eina augnskuggapallettu, og þá verður Naked 2 oftast fyrir valinu. Ofboðslega fallegir augnskuggar með ljósum, brons og iðnaðargráum tónum. Svo er líka ótrúlega hentugt hvað það er stór og flottur spegill þegar maður opnar pallettuna, og burstarnir sem fylgja með eru líka mjög fínir!

Image

 Allra mestu nauðsynjarnar í snyrtitöskunni er frábæra BB kremið frá Garnier, Superliner perfect slim eyeliner penninn frá L’oreal og förðunarsvampurinn frá Real Techniques. Nýji Mac kinnaliturinn minn, augnskuggaprimerinn frá Urban Decay og Baby lips eru líka ómissandi!

Image

 Ég dýrka snyrtitöskuna mína, en hún er í svo akkúrat fullkomni stærð, og með litlu veski innan í sem er fullkomið hólf fyrir bómull, eyrnapinna og fleira! Það er líka hólf í henni til að geyma eyrnalokka og spennur og svo er hún líka bara ótrúlega bleik og falleg! Ég fékk hana hjá Victoria’s Secret í fríhöfninni hérna heima.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: