Uppskrift: Stækkandi og mýkjandi varaskrúbbur
Aftur dinglaði pósturinn hjá mér í gær og ég alltaf jafn spennt. Í þetta skiptið var það varaliturinn sem ég sagði ykkur frá að ég hefði pantað mér um daginn. Mattur nude litur frá Revlon sem ég var mjög spennt að prófa. Ég skellti honum strax á mig en það varð ekki alveg eins og ég hafði vonast eftir..varirnar mínar voru pínu þurrar og þar sem liturinn er mattur kom það ekki vel út. En ég dey nú ekki ráðalaus!
Fór beint í eldhúsið og græjaði mér dásamlegan varaskrúbb! Ég gerði tvær útgáfur en langar að sýna ykkur aðra þeirra núna. Hann hreinsar ótrúlega vel dauðu húðina og svo inniheldur hann líka kanil, sem eykur blóðflæði, og gerir varirnar stærri og fylltari. Svo er líka alltílagi þó það fari aðeins uppí mann, hann er nefnilega ótrúlega góður á bragðið (ég sleikti ekkert skálina eða neitt svoleiðis)
Ég veit alveg að hann lítur ekkert alltof vel út en trúið mér, hann gerir svo sannarlega sitt gagn! Ég bar hann bara á varirnar með fingrunum og nuddaði létt þangað til dauða húðin var farin. Þá fékk ég mér rakann þvottapoka og strauk hann af (og sleikti restina).
Þar sem að þetta var tilraunastarfsemi er ég kannski ekki með alveg nákvæm hlutföll en þið getið bara prófað ykkur áfram þangað til þið fáið áferðina sem þið viljið. Í minn fór sirka:
1msk. Kókosolía
1msk. Púðursykur
1/2 tsk. Kanill
Ég blanda bara öllu saman í litla skál og geymi hann svo í krukku með loki. Þessi uppskrift endist alveg í þónokkur skipti.
xxx
Svo gaman að fylgjast með blogginu 🙂
LikeLike
Pingback: Uppskrift: Fullkomna föstudagskvöldið mitt | gyðadröfn
Pingback: Uppskrift: Varamaski og fleiri góð ráð við varaþurrk | gyðadröfn
Pingback: Uppskrift: Fullkomna föstudagskvöldið mitt | Gyða Dröfn