Að missa mig yfir: Nýju eyrnalokkunum mínum

Það er alltaf jafn gaman þegar það er dinglað og ég fer til dyra og þar stendur pósturinn með pakka til mín. Í þetta skiptið voru það nýju fallegu eyrnalokkarnir sem ég var að bíða eftir! Ég fékk göt í eyrun þegar ég var sirka tveggja ára, semsagt alltaf verið svona mikil pjattrófa..en ég hef ekki notað eyrnalokka dagsdaglega seinustu ár því ég er með svo viðkvæm göt og fæ oft sár eða sýkingar.

Image

 Nýju eyrnalokkarnir eru frá Blomdahl sem er sænskt merki sem hannar og framleiðir skartgripi sem eru alveg ofnæmisfríir! Þar sem ég er svo ótrúlega viðkvæm sjálf var ég alveg ótrúlega spennt að prófa og athuga hvort ég gæti farið að vera með eyrnalokka á hverjum degi.

Image

 Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum og ekki skemmir fyrir hvað þeir koma í ofboðslega fallegum umbúðum og eru til dæmis tilvalin gjöf ef manni langar að gefa eitthvað fallegt. Ég er búin að vera að nota mína núna í 3 daga, og venjulega verð ég strax frekar pirruð í eyrunum þegar ég nota nýja lokka. En það fyndna var að ég bara steingleymdi að ég væri með eyrnalokka því ég fann ekkert fyrir þessum! Alltaf mjög gaman að líta í spegil og sjá svo hvað maður er fínn með svona fallega eyrnalokka.

Image

 Þeir eru til í mörgum litum og gerðum en mér finnst bleiku mínir alveg óendanlega sætir. Get klárlega mælt með þeim fyrir ykkur sem eruð með ofnæmi eða óþol fyrir venjulegum skartgripum og líka bara fyrir alla aðra! Þeir fást í apótekum um allt land og þið getið kíkt á like síðuna þeirra undir Blomdahl Ísland og séð úrvalið!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: