Súkkulaði hár!

Ég er með frekar dökkt hár náttúrulega og mjög dökka rót. En mér finnst ég samt alltaf þurfa að lita á mér hárið til að halda litnum jöfnum og fallegum og með fallegum glans. Ég fer alltaf á stofu annarslagið en svo finnst mér líka rosa þægilegt (og ódýrt) að halda litnum við heima og er svo ótrúlega ánægð með litinn sem ég er að nota!

Image

 Liturinn sem ég nota er frá L’oreal og heitir Casting créme gloss. Þetta er ekki alveg 100% litur heldur nærandi hárskol sem endist í sirka 6 vikur. Það er ótrúlega auðvelt að skella því í sig því það fer í blautt hár, og þá er auðveldara að dreifa úr því. Svo gefur það svo ofboðslega fallegan glans að það er ótrúlegt! Uppá síðkastið hef ég verið að nota lit nr. 353 sem heitir minnir mig bara Chocolate, og er svona ljós gull brúnn með smá rauðum blæ. Núna langaði mig hinsvegar að prófa að dekkja um einn tón og tók nr. 454 sem heitir Chocolate brownie. Það er aðeins meira mahogni í honum enn hinum en mér finnst hann ótrúlega flottur, held ég haldi mig við hann!

IMG_7788

Fyrir og eftir litun. Liturinn er aðeins dekkri og með pínu meira rauðum. Svo elska ég líka hárnæringuna sem fylgir með litnum, hún er sú allra besta sem ég hef prófað! Vildi óska að það væri hægt að kaupa hana ein og sér því hún gerir hárið mitt svo óendanlega mjúkt!

xxx

6 Comments on “Súkkulaði hár!”

 1. Elska þennan lit líka nota hann alltaf, ooog eigum við að ræða hárnæringuna liggur við að ég kaupi 6 litapakka bara til þess að ná í næringuna…unbelievable!!

  Like

  • uuuu já minnstu ekki á næringuna, ég einmitt kaupi stundum auka pakka þegar hárið mitt vantar extra næringu, hún er bara alltof góð 🙂

   Like

 2. Væri snilld að fá færslu um hvernig þú setur litinn í, finnst þetta alltaf svo mikið bras að gera þetta ein, er alltaf viss um að það vanti einhversstaðar! 🙂

  Like

 3. Þessi litur er algjörleg mitt uppáhald en litaði þegar ég var í Svíþjóð, í hvaða búð fæst þessi litur á Íslandi? 🙂

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: