Að missa mig yfir: Baby lips!
Ég er varasalvafíkill..þarf alltaf að vera með varasalva á mér þegar ég fer eitthvað. Ég er hinsvegar alls ekki varalitatýpa og finnst einhvernveginn ekki fara mér að vera með varalit! En stundum langar mig samt að vera með eitthvað á vörunum án þess að það sé of mikið, og þessvegna kemur kannski ekkert á óvart að ég dýrka baby lips frá Maybelline!
Baby lips er í rauninni bara varasalvi með smá lit sem á alls ekki að vera þekjandi heldur bara svona aðeins til að fá smá lit. Það sem kom mér mest á óvart var hvað hann er líka góður sem varasalvi! Mér finnst svo oft svona varasalvar sem maður skrúfar upp ekki alveg nógu góðir en vá! Þessi er æði! Varirnar verða svo ótrúlega mjúkar, og liturinn er svo fallegur.
Uppáhalds litirnir mínir eru Peach sem er þessi fjólublái, hann er svona eiginlega nude á litinn og ég er búin að nota hann langmest. Svo er það þessi efri sem heitir Pink punch og er svona alveg skærbleikur, ótrúlega flottur og hlakka til að nota hann í sumar! Baby lips eru væntanlegir til Íslands innan skamms, og það verða hinir upprunalegu 6 sem verða í boði. Mæli klárlega með að fylgjast með og næla sér í þegar þeir koma!
Hversu girnilegir?
xxx