Ég mæli með: Besta leiðin til að taka af glimmernaglalakk!
Hver kannast ekki við að setja á sig eitthvað fallegt glimmernaglalakk fyrir helgina og ætla svo að taka það af þegar það kemur mánudagur..nei bíddu, ekki svo auðvelt!
Ég elska glimmernaglalökk og nota þau mjög mikið, en það getur stundum verið alveg óendanlega erfitt að ná þeim af! Bómullinn eða svampurinn festist í þeim og rifnar og áður en maður veit af er fallega glimmernaglalakkið orðið manns versti óvinur. Þessvegna var ég alveg ótrúlega spennt að prófa þegar ég sá nýtt undirlakk frá OPI í Hagkaup og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum!
Lakkið er hvítur base coat sem að verður glær þegar hann þornar. Þú byrjar á að setja þunnt lag af þessu lakki á nöglina og bíður þangað til að það er alveg þornað (þegar það er orðið alveg glært). Næst getið þið lakkað yfir með uppáhalds glimmernaglalakkinu ykkar.
Og þegar kemur að því að taka það af..ekkert vesen! Þið getið bara flett glimmerinu af í heilu lagi með því að byrja neðst á nöglinni og ýta alla leiðina upp. Lakkið býr til hjúp á nöglina sem undirbýr hana og gerir að verkum að glimmerið festist ekki, hversu mikil snilld? Er svona pínu að missa mig yfir hvað mér finnst þetta mikið æði!
Ég nýtti tækifærið og nældi mér í ljósbleikan lit frá OPI í leiðinni. Er búið að langa í hann lengi, finnst hann svo krúttlegur og fullkomlega bleikur! Hann heitir Chic from ears to tail, og ekki skemmir nafnið fyrir. Glimmerið er frá L’oreal, númer 843 og heitir white gold, og er svona matt með mjög fínum glimmerögnum, ótrúlega fallegt og ég er búin að nota það endalaust mikið!
xxx