Svona hreinsa ég húðina mína!
Einn besti parturinn af deginum finnst mér vera að koma heim eftir langann dag og þvo andlitið mitt og augun og leggjast uppí rúm. Það er svo gott að hafa húðina hreina og ferska! Mér finnst falleg húð vera eitt það mikilvægasta þegar kemur að útliti og ég hreinsa húðina mína á hverju kvöldi og hverjum morgni og finnst það alveg nauðsynlegt. Vörurnar sem ég er að nota núna er ég búin að nota í daggóðann tíma og finnst þær æði, og langaði að segja ykkur frá!
Ég byrja á að nota þennan frábæra tvöfalda augnfarðahreinsi frá L’oreal. Klárlega besti augnfarðahreinsir sem ég veit um! Ég er með mjög viðkvæm augu og svíður oft í augun þegar ég er að þvo þau en þessi er svo ótrúlega mildur og góður og þrífur farðann af alveg strax svo það þarf ekkert að nudda. Er búin að prófa mjög marga og finnst þessi langbestur. Ég var alltaf að nota bi-facil frá Lancome, sem er mjög svipaður, en mér finnst þessi aðeins mildari.
Næst nota ég þessa hreinsimjólk og andlitsvatn frá Vichy! Ég bleyti bómul og ber hreinsimjólkina þannig á og nota svo hreinan bómul fyrir andlitsvatnið. Ég byrjaði að nota Vichy eftir að ég fór einhverntíman til spánar, og sá hvað þetta merki var ótrúlega stórt þar. Ég ákvað að prófa og er alveg fallin, og þessi lína er fullkomin fyrir mína húð!
Ég er að nota andlitskrem og augnkrem úr sömu línu, aqualia thermal. Kremin eru til í tvem týpum, light og rich, light fyrir feitari húð og rich fyrir þurrari. Þau eru bæði 48 stunda svo það er alveg nóg að eiga bara eitt, en mér finnst ótrúlega gott að nota light yfir daginn og rich á kvöldin, til að gefa húðinni extra raka yfir nóttina. Augnkremið er með svona stálkúlu til að bera það á og mér finnst það ótrúlega frískandi.
Línan stendur á náttborðinu mínu og mér finnst hún svo girnileg svona blá, eitthvað svo fersk! Þið fáið Vichy í apótekum og augnhreinsirinn fæst líka þar eða í Hagkaup!
Ekkert betra en að kúra heima með dúllunni með hreina og ferska húð!
xxx
Hvernig berðu hreinsimjólkina á þig? Skildi ekki alveg þetta með bómulinn 🙂
annars rosalega skemmtilegt blogg hjá þér!
LikeLike
takk fyrir það! en ég semsagt bleyti bara bómul og vind hann svo þannig hann sé bara rakur, og set hreinsimjólkina í bómulinn og hreinsa húðina svo með honum:)
LikeLike