Heima hjá mér!

Mig langaði svo að sýna ykkur aðeins inní íbúðina mína því mér finnst svo ótrúlega gaman að fylla heimilið mitt af fallegum hlutum, enda eru það hlutirnir sem maður er í kringum allann daginn! Ég bý í frekar gömlu húsi og finnst því passa að vera með frekar rómantískann stíl, og helstu litirnir eru ljósbleikur, fjólublár og svartur!

Image

 Þessar litlu krúttlegu skálar fást í Ikea (kosta minnir mig 990kr) og ég hef þær inná baði undir eyrnapinna og bómul.

Image

 Þetta er einn af uppáhalds veggjunum mínum í íbúðinni, er svo ánægð með hann. Þetta eru Ribba rammahillur úr Ikea og svo bjó ég til myndirnar sjálf í tölvunni og lét prenta fyrir mig. Elska líka klukkuna!

Image

 Þetta krúttlega borð stendur í stofunni með Iittala Kastelhelmi skál og kertastjökum í uppáhalds litunum mínum, ljósbleikum og fjólubláum.

Image

 Bella á uppáhalds staðnum sínum í íbúðinni, og hún er klárlega í uppáhaldi hjá mér!

Image

 Nýjasta viðbótin við heimilið eru þessir fallegu Rosendahl kertastjakar sem amma mín gaf mér, og litirnir smellpassa inni hjá mér.

Image

 Inní eldhúsið er Tivoli útvarpið mitt sem mér finnst alveg ótrúlega fallegt, með svartri Maribowl frá Iittala.

Image

 Mér fannst þessi smáhlutahilla svo ótrúlega sæt í eldhúsið að ég stökk á hana þegar ég sá hana.

Image

 Keypti mér lengri týpuna af Ribba rammahillunum úr Ikea undir krydd og matreiðslubækur í eldhúsið og er ótrúlega ánægð hvernig það kom út!

Image

 Allra besti staðurinn í íbúðinni verður samt að vera litla snyrti kommóðan mín, en því miður bíður íbúðin ekki uppá heilt snyrtiherbergi, sem væri auðvitað draumurinn. En hún er að minnsta kosti með 6 fullum körfum af snyrtidóti svo ég sætti mig við það.

xxx

6 Comments on “Heima hjá mér!”

  1. Fallegt! En nú verð ég eiginlega bara að vita hvar þú fékkst þykku bleiku kertin á borðstofuborðinu?

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: