Confessions of a shopaholic..
Okei já ég er með smá vandamál, hæ ég heiti Gyða og ég er shopaholic..
Finnst alveg ofboðslega gaman að versla á netinu og á alveg auðvelt með að missa mig á ebay, sérstaklega í snyrtivörum! Langaði að sýna ykkur smá sem ég var að panta og væri gaman að heyra ef þið hafið prófað eitthvað því ég er alltof spennt að bíða!
Ég pantaði mér þennan maska frá merki sem heitir Skin food, hafið þið heyrt um það? Mér finnst það alveg ótrúlega girnilegt, kannski afþví það sameinar ást mína á mat og snyrtivörum.. En ég ákvað að prófa þennan hreinsandi eggjahvítumaska en ég á pottþétt eftir að panta mér meira frá þeim ef mér finnst hann góður!
Ég fékk mér líka þennan andlitsmaska frá Dermalogica en hann heitir multivitamin face mask og ég hef verið að sjá hann á mörgum beauty bloggum uppá síðkastið og hann er að fá rosalega góða dóma! Get varla beðið eftir að prófa!
Ég bara varð að panta mér þetta ofboðslega fallega naglalakk frá Lauren B. beauty eftir að ég sá það á blogginu hennar Þórunnar Ívars, http://www.thorunnivars.is. Elska naglalökk í ljósum litum og finnst þetta alveg sérlega fallegt.
Ohh ég elska þennan kinnalit.. Hann heitir Springsheen og er frá Mac og þið getið fengið hann í Mac búðinni hérna heima. Áferðin á honum er svo ofboðslega falleg og mér finnst svona ferskju tónaðir kinnalitir vera svo fallegir fyrir sumarið.
Ég er ekki mikil varalitatýpa en ég elska samt fallega nude varaliti. Þessi er frá Revlon og er alveg mattur og ég held að hann verði alveg ofboðslega flottur. Þetta merki fæst því miður ekki á Íslandi en ég hef rekist á hann á nokkrum beauty bloggum og ákvað því að það væri þess virði að prófa!
Svo pantaði ég mér þennan frábæra burstahreinsi, hann er æði! Merkið heitir Cinema secrets og hann er rosalega þægilegur í notkun, mæli með að prófa!
Þá er bara að bíða eftir að fá bréf frá pósthúsinu, sem er erfiðasti parturinn!
xxx
Pingback: Að missa mig yfir: Rose hip frá Barry M! | gyðadröfn
Pingback: Að missa mig yfir: Rose hip frá Barry M! | Gyða Dröfn