Uppskrift: Subbulegur andlitsmaski fyrir ljómandi húð!

Okei ég ætla bara að vara ykkur við strax, þessi maski er mjög subbulegur! En svo algjörlega þess virði. Ég gerði hann í fyrsta skipti seinasta sumar og hef notað hann reglulega síðan, og er alltaf jafn hissa hvað hann getur gert fyrir húðina mína! Hann hefur bara tvö innihaldsefni og ég á þau yfirleitt alltaf til í eldhúsinu. Ég hef prófað mjög marga andlitsmaska, bæði heimatilbúna og keypta og mér finnst eiginlega enginn gefa húðinni minni jafn fallegan ljóma og þessi! Þegar mig langar að gera eitthvað extra gott fyrir húðina mína er þessi maski það fyrsta sem ég geri.

Image

 Avacado og hunang eru bæði frábær fyrir húðina. Avacadoið inniheldur ótrúlega mikið af góðum náttúrulegum olíum sem hjálpa til við að halda húðinni mjúkri, og er líka stútfullt af E-vítamíni sem er eitt það allra besta fyrir fallega húð. Hunang er eiginlega undralyf fyrir húðina! Það hjálpar til við að opna svitaholurnar og losa þær á sama tíma og það gefur húðinni mikinn raka sem að smýgur djúpt inní hana og hjálpar til við að fá þennan fallega ljóma. Það er líka frábært ef þú ert með bólur eða ör og andoxunarefnin í því hjálpa til við að hægja á öldrun. Eins og ég segi, undralyf!

Það er mjög mikilvægt að nota vel þroskað avacado því annars er mjög erfitt að stappa það nógu jafnt til að fá svona “krem”, og maskinn verður kekkjóttur og erfitt að setja hann á. Ég ber hann bara á með fingrunum og finnst best að gera það yfir vaskinum því að ég er svo mikil subba að ég sulla honum alltaf útum allt og yfirleitt er alltaf allt grænt inná baði þegar ég er búin að gera þennan. Mæli svo innilega með því að prófa, ótrúlegt hvað hann gerir, og svo er maður líka extra sætur þegar maður er með hann á sér, finnst ykkur það ekki?

Image

 Ég set í maskann:

1/2 lítið avocado (eða sirka 1/4 stórt)

1/2-1 msk hunang

Ég byrja á að stappa avocadoið mjög vel þangað til að það eru nánast engir kekkir eftir. Næst bæti ég hunanginu útí og hræri vel saman. Ég mæli aldrei hunangið nákvæmlega heldur blanda því bara útí smátt og smátt þangað til mér finnst vera komin fín áferð á maskann. Passið að hann verði ekki of þunnur því þá er ennþá subbulegra að bera hann á! Mér finnst líka ágætt að setja plast yfir hann og geyma hann í ískáp í smá tíma áður en ég set hann á, þá þykknar hann aðeins og svo er líka mjög þægilegt að hafa hann kaldann. Ég læt hann svo bíða á í 20-30mín. Ég reyni svo að taka það mesta af en svo mæli ég með að skella sér bara beint í sturtu og þvo hann af!

Image

 Afgangurinn af avocadoinu fór svo í morgunmatinn, sem var ristuð lífskornabolla með silkiskorinni skinku, papriku, káli og avocado! Fullkominn sunnudags morgun-hádegismatur.

xxx

6 Comments on “Uppskrift: Subbulegur andlitsmaski fyrir ljómandi húð!”

 1. Pingback: Avocado fyrir húðina, innan sem utan! | gyðadröfn

 2. Pingback: Uppskrift: Fullkomna föstudagskvöldið mitt | gyðadröfn

 3. you are actually a excellent webmaster. The website loading pace is incredible.
  It seems that you are doing any distinctive trick.
  In addition, The contents are masterwork. you have performed a magnificent activity in this matter!

  Like

 4. Pingback: Bloggið 1. árs: Besta uppskriftin fyrir útlitið | gyðadröfn

 5. I see you don’t monetize gydadrofn.com, don’t waste your traffic, you can earn extra
  bucks every month with new monetization method.
  This is the best adsense alternative for any type of website (they approve all websites),
  for more info simply search in gooogle: murgrabia’s tools

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: