Tried and tested: 3 bestu primerarnir!

Það er ekkert alltof langt síðan fyrstu primerarnir komu á markað en núna eru þeir orðnir ómissandi hluti af snyrtibuddunni hjá mjög mörgum og eiginlega öll merki komin með sína útgáfu. Persónulega finnst mér ég ekki geta án þeirra verið, þeir gera svo ótrúlega mikið fyrir húðina! Ég er búin að prófa þónokkuð marga en langar að sýna ykkur 3 sem eru í uppáhaldi hjá mér, en þeir eru allir frekar ólíkir. Ég nota primera yfir andlitskrem en undir farða. Ef ég nota BB krem set ég það undir primerinn og svo annaðhvort farða eða púðurfarða yfir. Markmiðið með primernum er að slétta yfirborð húðarinnar og gera hana tilbúna fyrir farða.

Image

 Sá fyrsti sem mig langaði að sýna ykkur heitir Baby skin og er frá Maybelline. Hann fæst reyndar því miður ekki á Íslandi í þessum umbúðum en hérna heitir hann Dream smooth primer og kemur í lítilli glerkrukku sem þið getið fundið í Maybelline stöndum í Hagkaup og apótekum. Þessi primer er glær á litinn og gelkenndur og mér finnst hann alveg ótrúlega góður! Hann gerir húðina alveg ótrúlega áferðafallega og svitaholur og aðrar ójöfnur sjást miklu minna. Mér finnst hann akkúrat bera nafn með rentu því að húðin verður nánast eins og á ungabarni, alveg slétt og mjúk!

Image

 Næsti primer sem mig langaði að sýna ykkur heitir Lumi og er frá L’oreal. Hann er eiginlega ofboðslega ólíkur öðrum primerum sem ég hef notað en hann er fljótandi og svona eiginlega hvítur á litinn. Hann er í lumi línunni (sem ég elska!) en hún á að gefa húðinni fallegan ljóma sem er eitthvað sem margir eru að sækjast eftir þessa dagana. Ég set hann yfirleitt ekki yfir allt andlitið heldur nota hann meira svona sem highlight á þau svæði sem ég vil. Ótrúlega fallegt að setja hann ofan á kinnbeinin og augnbeinið. Sem primer á í raun að nota hann undir farða en mér finnst líka fallegt að nota hann sem highlight eftir að ég set farða á til að fá extra ljóma! Þið finnið hann í L’oreal stöndum í Hagkaup og apótekum.

Image

 Seinasti primerinn sem mig langar að sýna ykkur er sá nýjasti í safninu og er frá Garnier. Hann er í einu orði ÆÐI! Hann er frekar þykkur og svona ljós á litinn og gefur svo ótrúlega fallega áferð! Mér finnst stundum þegar ég nota svona krem-primera ég byrja að glansa eftir smá tíma en þessi finnst mér einmitt matta rosalega vel! Ef þið eigið Expert face brush frá Real techniques þá mæli ég með að prófa að nota hann til að bera hann á, kemur ótrúlega vel út og húðin verður svo ofboðslega falleg! Get alveg mælt hiklaust með þessum og ég held að hann gæti hentað betur en margir aðrir fyrir þær sem eru með feita húð. Þið finnið hann hjá Garnier vörunum í Bónus eða Hagkaup, ekki slæmt að geta kippt honum með í næstu verslunarferð!

xxx

2 Comments on “Tried and tested: 3 bestu primerarnir!”

  1. Eina sem þarf að passa þegar maður notar primer að hann passi við meikið/púðrið sem þú notar td nota olíu base primer með olíu base meiki ef þú notar olíu base primer eins og þessi frá garnier með meiki sem er með vatn sem aðal innihald þá mun makeupið ekki endast því olía og vatn blandast ekki saman 😉 kv cc

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: